Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26737
Ritgerð þessi ber heitið „Internetið - Er takmörkun á aðgengi brot á mannréttindum? Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er internetið, aðgangur að því og mikilvægi þess í nútímasamfélagi. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er ætlunin að kanna hvort að aðgangur að internetinu geti talist til mannréttinda í dag. Hins vegar verður ljósi varpað á stöðu fanga með tilliti til aðgengis að internetinu og leitast við að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar; hvort sú takmörkun á internetaðgengi sem fangar búa við í lokuðum fangelsum standist tjáningar- og upplýsingafrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru í fyrsta lagi þær að enn sem komið er getur aðgangur að interneti ekki talist mannréttindi einn og óstuddur. Þó verður að telja internetaðgengi órjúfanlegan hluta af tjáningar- og upplýsingafrelsi sem þýðir að þegar lokað er fyrir aðgengi að internetinu er sjálfkrafa verið að brjóta á tjáningar-og upplýsingafrelsi manna. Þá gæti aðgangur að interneti einnig verið varinn sem hluti af öðrum mannréttindum eins og fundafrelsi, rétti til menntunar og rétti til þróunar. Í öðru lagi leiddi rannsóknarspurning ritgerðarinnar í ljós að takmörkun fanga í lokuðum fangelsum á aðgengi að interneti sem finna má í 2. mgr. 56. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016, uppfyllir ekki skilyrði 3. mgr. 73. stjskr. varðandi takmarkanir á tjáningarfrelsi og brýtur þar af leiðandi í bága við tjáningar- og upplýsingafrelsisákvæði 73. gr. stjskr.
The thesis is entitled “The internet – Do restrictions of access constitute a violation of human rights?” The subject matter of the thesis concerns the internet, access to the internet, and its importance in modern society. The objective of the thesis is twofold. On the one hand the intention is to consider whether access to the internet constitutes a human right today. On the other hand the intention is to shed a light on the position of prisoners with regard to access to the internet. Efforts will be made to answer the research question of whether the restrictions to internet access that are in place with respect to prisoners that dwell in closed prisons conform to the provisions on freedom of expression and information of Article 73 of the Constitution of the Republic of Iceland no. 33/1944.
Firstly, the conclusion of the thesis is that access to the internet can still not be considered to constitute a human right in and of itself. Nevertheless, internet access must be considered an integral part of the freedom of expression and information, which in turn means that when access to the internet is restricted, it automatically leads to violations of people’s freedom of expression and information. Furthermore, other rights might protect people’s access to the internet, such as the freedom of assembly, the right to education, and the right to development. Secondly, the research question revealed that the restriction to prisoners’ access to the internet in closed prisons laid down in Article 56(2) of the Execution of Sentences Act no. 15/2016, do not comply with the conditions laid down in Article 73(3) of the Constitution with regard to restrictions to the freedom of expression, and are therefore in violation of the freedom of expression and information provisions of Article 73 of the Constitution.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
INTERNETID-ER-TAKMORKUN-A-ADGENGI-BROT-A-MANNRETTINDUM.pdf | 665,09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
TITILSIDA.pdf | 1,41 MB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna |