is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26738

Titill: 
 • Leigusalar vs. nágrannar: Upplifun leigusala og nágranna í miðbæ Reykjavíkur til Airbnb
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um upplifun nágranna og leigusala á aukinni útleigu á íbúðum í miðbæ Reykjavíkur. Hér á landi hefur borið nokkuð á neikvæðri umfjöllun um áhrif skammtímaleigu húsnæðis á það svæði. Í dag leigja margir út íbúð sína í gegnum fyrirtækið Airbnb þar sem innkoman getur verið töluvert hærri en á hinum almenna leigumarkaði. Þessi þróun hefur víða stuðlað að vandamálum innan leigumarkaðsins og hafa borgir sett bönn og takmarkanir við þessa starfssemi.
  Höfundum lék forvitni á að vita hvort togstreita ríkti á milli þeirra sem leigja út íbúðir og þeirra sem búa í húsakynnum þar sem Airbnb leiga fer fram.
  Rannsóknarspurning ritgerðinnar er eftirfarandi: Hver er upplifun nágranna og leigusala af starfsemi Airbnb? Rannsóknin sem var framkvæmd er eigindleg. Heimilda var aflað með viðtölum við tíu einstaklinga sem búa í námunda við íbúð sem er í útleigu í gegnum Airbnb og þá sem leigja út eignir sínar í gegnum framangreint fyrirtæki.
  Rýnt verður í deilihagkerfið, samband heimamanna og ferðamanna og í framhaldinu verður farið í saumana á fyrirtækinu Airbnb. Í ritgerðinni var annars vegar rætt við einstaklinga sem leigja út íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar einstaklinga sem búa í nálægð við íbúðir sem í útleigu eru í gegnum fyrirtækið Airbnb.
  Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að allir viðmælendur voru almennt jákvæðir fyrir nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin 2016/17. Hins vegar voru leigusalar og nágrannar ekki alltaf á sömu skoðun. Leigusalar sögðu að sér hefðu aldrei borist neinar kvartanir en nágrannarnir voru hins vegar þreyttir á starfseminni og höfðu allir íhugað að flytja vegna hennar og einn var nú þegar fluttur. Flestir nágrannarnir útilokuðu einnig ekki þann möguleika að leigja út eigin íbúð í gegnum Airbnb ef kostur gæfist.

  Lykilorð: Airbnb, deilihagkerfi, húsnæðismál, upplifun nágranna, upplifun leigusala

Samþykkt: 
 • 27.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_janúarskil, 25 jan 2017 XXXX.pdf276.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scanbot 26 Jan 2017 15.20.pdf673.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF