en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26740

Title: 
  • Title is in Icelandic Gagnrýnin hugsun og efling hennar í námi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hlutverk gagnrýninnar hugsunar í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur aukist á síðustu árum. Vægi hennar jókst sérstaklega mikið í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og gegnir hún lykilhlutverki í nýjustu aðalnámskrám. Hugtakið er hins vegar illa skilgreint og fá skólastjórnendur og kennarar nánast engar leiðbeiningar um hvernig eigi að efla það í kennslu. Þjálfun nemenda í gagnrýninni hugsun er því talsvert á reiki í íslensku skólakerfi og er lítið til af íslensku námsefni í gagnrýninni hugsun þrátt fyrir að hún sé í lögum um framhaldsskóla. Gagnrýnin hugsun er sú viðleitni að taka engu sem gefnum hlut nema spyrja um og draga í efa þær forsendur og röksemdir sem liggja þar að baki. Hún er lykilhugtak þegar kemur að menntun því nemendur eiga að læra að hugsa gagnrýnið og efast um ríkjandi kenningar og viðhorf. Hugtakið hefur verið lítið rannsakað hér á landi en í þessari ritgerð er reynt að svara því hvernig best sé að efla hana meðal nemenda og hvaða aðferðir hafi gefið besta raun samkvæmt nýjustu rannsóknum. Hluti af ritgerðinni fjallar um framkvæmd verkefnis í bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í verkefninu fengu nemendur kennslu í að þekkja og fást við rökvillur. Einnig var viðhorf nemenda til efnis á Netinu skoðað þar sem niðurstöður sýndu að nemendur eru mun gagnrýnni á efni á Netinu en ætla mætti.

Accepted: 
  • Jan 27, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26740


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
TómasLeifs-lokaskil.pdf529.83 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf51.97 kBLockedYfirlýsingPDF