is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26741

Titill: 
  • Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála : hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála er kveðið á um hlutlæga bótaskyldu íslenska ríkisins vegna þvingunarráðstafana á grundvelli IX –XIV. kafla laganna. Með ákvæðinu er hverjum þeim, sem hefur mátt þola þvingunarráðstafanir vegna rannsóknar eða meðferðar sakamáls, tryggður réttur til bóta ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi, án þess þó að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Þá er ákvæðinu ætlað að bæta fjártjón jafnt sem miska. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðarer að skoða til hvers dómstólar líta við ákvörðun fjárhæða miskabóta á grundvelli 228. gr. Ekki verður ráðið af sakamálalögunum né forsögu þeirra hvaða atriði það eru sem fallið geta undir miska samkvæmt ákvæðinu. Erlendis, meðal annars í Danmörku, hafa verið settar reglur um staðlaðar fjárhæðir miskabóta en á Íslandi hafa dómarar ávallt ákveðið fjárhæðmiskabóta á grundvelli matskenndra sjónarmiða í hverju tilviki fyrir sig. Meginefni ritgerðarinnar grundvallast á rannsókn á öllum birtum dómum sem fallið hafa í héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti Íslands, þar sem fallist hefur verið á bótaskyldu íslenska ríkisins á grundvelli 228. gr. sakamálalaga síðan ákvæðið tók gildi í janúar 2009. Skoðaðar voru forsendur og sjónarmið að baki ákvörðunumum fjárhæð miskabóta. Þá var reynt að meta hvort samræmi væri í ákvörðun fjárhæða miskabóta sem dæmdar hafa verið á grundvelli ákvæðisins í sambærilegum málum í héraði og fyrir Hæstarétti. Í þeim tilvikum sem ósamræmi var talið vera fyrir hendi var reynt að leita skýringa á orsökum ósamræmisins.Rannsóknin leiddi í ljós að nokkurt misræmi sem erfitt er að skýra virðist vera í dóma-framkvæmd hvað varðar fjárhæðir miskabóta í sambærilegum málum. Í ritgerðinni var leitast við að svara því hvort einhverra aðgerða væri þörftil að samræma dómaframkvæmd á þessu sviði.

  • Útdráttur er á ensku

    According to article 228 in Act no. 88/2008 on Criminal Procedure, the Icelandic government is responsible for damages, both special (economic) and noneconomic, due to compulsory measures as stated in chapters IX –XIV. The provision ensures a right to compensations for compulsory measures due to police procedure in the case of dismissal or acquittal, unless the defendant was found not responsible in law.This thesis looks to identify, in regards to what, justices determine suitable compensationsbased upon article 228. Neither the Criminal Procedure Act nor its antecedent make it possible to ascertain damages pertaining thereto. In Danish law, among others, compensation is determined in accordance with rules about standard amounts, whereas here in Iceland justices'determination about compensation amounts has always been subjectively based.The primary focus of the thesis is an analysis of all published verdicts issued in the District Court of Reykjavík and the Supreme Court of Iceland where the Icelandic government was found liable according to article 228 of the Criminal Procedure Act, since January 2009, when the law came into effect. The reasoning for compensation amounts in the verdicts wasanalyzed and an attempt made to evaluate whether there is a concordance between compensation amounts in corresponding cases. Where there was thought to be inconsistency in compensation amounts, an attempt was made to seek out the grounds for the difference in amounts.The results of this study showed that there are quite some inconsistencies in compensation amounts between corresponding cases that is difficult to explain. Finally suggestions were made for whether further measures are needed in order to provide a uniform administration of justice regarding damages for compulsory measures.

Samþykkt: 
  • 27.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26741


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_HannaGudmundsdottir.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kapa_HannaGudmundsdottir.pdf994.26 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna