is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26744

Titill: 
 • Skattlagning eftirgefinna skulda : er íslenskt lagaumhverfi nægilega skilvirkt?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008, þegar fjöldi fyrirtækja gengu í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, kom í ljós að lítið hafði reynt á skattalega meðferð eftirgefinna skulda. Gildandi skattalög höfðu haft að geyma reglu þess efnis að skattleggja skyldi eftirgefnar skuldir, með undantekningu um eftirgefnar skuldir einstaklinga utan atvinnurekstrar.
  Í kjölfarið voru sett bráðabirgðaákvæði sem ætlað var að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Áttu ákvæðin að draga úr skattbyrði slíkra félaga, þar sem skattlagning hefði komið í veg fyrir endurreisn félagsins.
  Markmið þessarar ritgerðar er að svara því, hvort þær reglur sem settar voru til bráðabirgða séu nægjanlega skilvirkar og hafi skilað tilætluðum árangri. Þá er fjallað um þær reglur sem í gildi eru um skattlagningu eftirgefinna skulda og sérstök áhersla lögð á viðskipti þar sem kröfum er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi, en slík viðskipti voru tíð í kjölfar efnahagshrunsins. Ákvæðin urðu fyrir nokkurri gagnrýni þar sem þau svöruðu ekki þeim fjölda flóknu álitamála sem upp komu. Fjallað er um helstu dóma og úrlausnir skattamála til þess að fá skýrari mynd af viðfangsefninu, auk þess sem danskar reglur eru bornar saman við þær íslensku. Sá samanburður leiðir í ljós að þrátt fyrir að í báðum löndum skuli skattleggja eftirgefnar skuldir þá er framkvæmdin ólík. Samkvæmt hinum dönsku reglum skal aðeins skattleggja þá fjárhæð sem gefin er eftir umfram greiðslugetu skuldara á meðan íslensku reglurnar gera ráð fyrir að skattleggja alla eftirgjöfina, sem veldur því að í mörgum tilfellum verður fjárhagsleg endurskipulagning útilokuð vegna skattalegra áhrifa.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að reglur tekjuskattslaga um eftirgjöf skulda eru óskýrar og óskilvirkar. Einnig vekur það athygli, að ekki hafi verið horft til túlkunar danskra laga líkt og íslenskir fræðimenn gerðu fyrir efnahagshrunið, en dönsku lögin byggja á áratugalangri reynslu og dómaframkvæmd.

 • Útdráttur er á ensku

  After the financial crisis in Iceland in 2008, when several companies underwent financial arrangement, the taxation of debt forgiveness had hardly been tried out. The existing tax law had a rule stating that forgiven debts should be taxed, with the exception of forgiven debts of individuals not involved in business activity.
  Following the crisis, preliminary provisions were made to help viable companies through a financial arrangement. The provisions were meant to reduce the tax load of such companies whereas taxation would have prevented reconstruction.
  The aim of this thesis is to answer, whether the preliminary provisions are efficient enough and whether the results have been in accordance with the aims. Then, the existing rules on the taxation of forgiven debts are discussed, with special emphasis on the conversion of claims into shares of the indebted company, which was common in the aftermath of the financial crisis. The provisions were criticized a lot as they did not answer the number of controversial issues that arose. The main rulings regarding tax issues are discussed to get a clearer picture of the topic. Moreover, Danish rules are compared with the Icelandic ones. That comparison reveals difference in the execution of the taxation of forgiven debts between the countries. According to the Danish rules, only the forgiven debt that exceeds the liquidity of the debtor should be taxed, while, according to the Icelandic rules, the whole debt should be taxed, making financial arrangement impossible in many cases due to the taxation.
  The main results of the thesis show that the tax law on debt forgiveness are unclear and inefficient. It is also interesting to see that Danish law and its interpretation, which are based on the case law of several decades, were not used as a model as Icelandic scholars had done before the crisis.

Samþykkt: 
 • 27.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skattlagning eftirgefinna skulda Ómar.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna