is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26748

Titill: 
  • Aukið öryggi barna í innkaupakerrum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Foreldrahlutverkinu fylgir sú skylda að búa barni sínu öruggt umhverfi ásamt því að gæta heilsu þess, en einnig ber samfélagið ábyrgð á að ekki leynist hættur í umhverfi barna. Margir foreldrar og forráðamenn vanmeta hættuna sem fylgir því að setja barn í innkaupakerru en áætlað er að 100 börn slasist árlega á Íslandi við fall úr slíkri kerru. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að draga úr þeirri hegðun foreldra og forráðamanna að setja börn ofan í körfu innkaupakerrunnar sem ætluð er matvöru með inngripi í formi sjónrænnar áminningar. Þrír matsmenn mældu tíðni markhegðunar í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu. A-B-A afturhvarfssnið og margfalt grunnskeiðssnið var notað til að meta áhrif inngripsins á hegðun foreldra/forráðamanna. Niðurstöður leiddu í ljós að inngrip dró úr hegðun foreldra að setja börn í innkaupakerrur og þar af leiðandi dró úr slysahættu.

Samþykkt: 
  • 27.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aukið öryggi barna í innkaupakerrum.pdf484,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skanni@hi.is_20170126_153157.pdf24,68 kBLokaðurYfirlýsingPDF