en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26752

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns ásamt fimiþjálfunar á lestrarfærni 13 ára drengs með almenna námsörðugleika
  • The effects of Engelmann’s Direct Instruction (DI) combined with precision teaching (PT) on the reading skills of a 13 year old boy with a developmental disability
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð þar sem markmiðið er að hámarka kunnáttu nemenda á námsefninu og alhæfingu námsins yfir á nýjar aðstæður. Frammistaða þarf að vera hröð og hiklaus því nýrri þekkingu er ekki bætt við fyrr en fullri færni hefur verið náð á fyrra stigi námsefnis. Virkni nemenda er mikilvæg og veitir kennari nemendum tafarlausa endurgjöf sem er háð hverri svörun. Frammistaða nemenda er stöðugt metin til að fylgjast með árangri kennslunnar. Fimiþjálfun (e. Precision Teaching) er kennsluverkfæri sem hægt er að nota til að þjálfa þá færni sem tekin er fyrir í kennslu. Markmið fimiþjálfunar er að þjálfa og ná fimi í námi en auk þess eru fimimælingar einnig mælitæki á framfarir. Fimiþjálfun hentar vel með öðrum kennsluaðferðum og hefur reynst áhrifarík samhliða stýrðri kennslu Engelmanns. Markmið rannsóknar var að kanna áframhaldandi áhrif stýrðrar kennslu samhliða fimiþjálfun á lestrarfærni 13 ára drengs með almenna námsörðugleika í að þekkja hljóð og heiti bókstafa, hljóða styttri og lengri orð og mislangar setningar. Niðurstöður sýndu að þátttakandi jók færni á öllum þáttum og eru niðurstöður í samræmi við árangur annarra rannsókna stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar.

Accepted: 
  • Jan 30, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26752


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns ásamt fimiþjálfunar....pdf4.64 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlysing.pdf340.52 kBLockedYfirlýsingPDF