Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26755
Veruleg þróun hefur orðið í rannsóknum umferðarslysa á undanförnum áratugum með það að leiðarljósi að tryggja öryggi farþega. Með hjálp hermibreyta og út frá rannsóknum á gögnum fengnum úr raunverulegum árkestrum er skilningur vísindamanna á hegðun árekstra fólksbifreiða og þeim áverkum sem farþegar hljóta úr þeim sífellt að aukast. Frekari þekking er nauðsynleg til að skilja áhættuþætti og líkur á áverkum meðal farþega í bílslysi. Þetta verkefni miðar að því skoða framárekstra og greina þá áverka sem farþeginn hlaut. Skoðuð var hraðabreytingin (ΔV) sem bifreiðin varð fyrir við árkesturinn. Þeir áverkar sem farþeginn hlaut voru metnir og reynt að finna hver megin orsök þeirra væri. Innbyrðis formbreyting á farþegarými bílsins var einnig skoðuð og metið hvort áverkana mætti rekja til innbyrðis formbreytinga á innra rými bílsins og hvernig hraðabreytingin hafði árhif á innbyrðis formbreytingu farþegarýmisins.
Með fjölþátta lógistískri aðhvarfsgreiningu voru tengsl á milli áverka, formbreytinga á farþegarými bílsins, hraðabreytingin (ΔV) og höggið sem myndaðist við áreksturinn á farþegann (OLC) skoðuð. Í heildina voru 268 farþegar skoðaðir. Tölfræðileg marktækni með 95 % öryggisbili sýndi að ΔV, OLC og áverkarnir sýndu marktækni en formbreyting á innra rými bílsins var ómarktæk. Rannsóknin leiddi í ljós að OLC hefur sterkara forspárgildi fyrir minniháttar meiðsl á meðan ΔV var sterkara fyrir alvarlegri áverka. Slys með innbyrðis formbreytingum höfðu einnig hærra ΔV samanborið við árekstra þar sem engin formbreyting átti sér stað. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að formbreyting á farþegarými bílsins greindist við hærra ΔV, við hærra OLC og aukin formbreytingu á innra rými bílsins eykur áhættuma á MAIS2+ og MAIS3+ áverkum samkvæmt þeim gögnum sem stuðst var við í þessari rannsókn
Significant developments have been made in the understanding of passenger car collisions over the recent decades through research from real life accidents and with dummies. However, there is limited understanding of how crashes occur in real life and further knowledge is required to understand injury risk in real world scenarios. Analysis of real- world crashes increases the ability to obtain such knowledge. This study aims to understand injury severity for the car’s occupant in frontal car crashes. In this project, real world data, containing frontal collisions was used to estimate how the velocity change (ΔV), the vehicle body intrusion and the occupant load criterion (OLC) affected the occupant ́s injury. Multiple logistic regression analysis was used to evaluate the relationship between injury severity, ΔV, OLC and intrusion.
In total 268 cases were analyzed. A regression analysis of the data provided a statistically significant relationship (95% CI) between injury, OLC and ΔV. The estimate for intrusion was not statistically significant but was more influential on the injury prediction The study concluded that the OLC is a stronger predictor for severe injuries where ΔV is a more reliable predictor for minor injuries. As expected, cases with intrusion had higher ΔV on average, than those without intrusion. The risk of receiving MAIS2+ injuries and MAIS3+ injuries increases with higher ΔV, with a higher OLC and with a greater intrusion
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The Analysis of Injury Mechanisms from Frontal Car Accidents.pdf | 6.72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing.pdf | 189.21 kB | Lokaður | Yfirlýsing |