Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26761
Mansal er þriðja stærsta glæpastarfsemi í heiminum í dag og er að verða sífellt meira áberandi í ferðaþjónustu. Viðfangsefni ritgerðarinnar er mansal í ferðaþjónustu og fjallað er almennt um mansal, eðli þess, úrræði fyrir fórnarlömb og birtingarmyndir mansals í ferðaþjónustu. Markmið ritgerðarinnar er að skoða mansal í ferðaþjónustu, erlendis og hérlendis, upplýsa almenning um umfang mansals og áhrif þess. Undanfarið hefur orðið mikil aukning á mansalsmálum, bæði erlendis og á Íslandi, og fólk er ekki nógu meðvitað um vandamálið, ummerki mansals eða hvernig eigi að bregðast við. Rannsóknin sem var framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn en talað var við fagfólk sem öll hafa ákveðna fagþekkingu á sviði mansals á Íslandi og hafa mörg þeirra starfað með fórnarlömbum mansals og veitt þeim aðstoð og úrræði hér á landi. Eftir rannsóknina kom í ljós að mansal er umfangsmikið vandamál um allan heim. Á Íslandi er mansal umfangsmeira en marga grunar og það þarf að bæta aðgerðir stjórnvalda, m.a. varðandi úrræði fórnarlamba, til að hægt sé að sporna við þessu vandamáli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerð.pdf | 457,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing pdf.pdf | 39,7 kB | Lokaður | Yfirlýsing |