is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26762

Titill: 
  • Náttúran sem leiðarljós í listsköpun : málverkið sem kerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um listsköpun mína og tengi hana við þá reynslu sem ég hef af vísindum. Ég fjalla um alheiminn og geri grein fyrir honum sem kerfi sem stjórnast af eðlisfræðilegum lögmálum sem stýra því hvernig efnisheimurinn hegðar sér. Í framhaldinu er gerð grein fyrir þeim aðferðum sem ég beiti í málverkinu og því lýst sem kerfi er lýtur lögmálum um það hvernig málning, efni og annað slíkt byggist upp á myndfletinum. Einnig fjalla ég um myndefnið í málverkum mínum og skýri frá því hvernig áhrif tilfinninga, tónlistar og innsæis birtist hjá mér í málverkinu. Í framhaldinu fjalla ég svo um tímann sem býr í málverkum mínum í samhengi við hringrás uppbyggingar og eyðingar efnis hér á jörð. Í kjölfarið skýri ég og skoða birtingarmyndir hringformsins í listum, því það kemur ítrekað fyrir sjónir í listsköpun minni. Til þess að fá nánari mynd af hringforminu reyni ég loks með hjálp Carl G. Jung að gera grein fyrir því hvaða þýðingu það gæti mögulega haft bæði á tilvistarlegan og andlegan hátt.

Samþykkt: 
  • 6.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_lok.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna