Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26764
Í þessari ritgerð er reynt að rökstyðja þá fullyrðingu að letur sé mikilvægt og geti jafnvel undir vissum kringumstæðum verið eitt mikilvægasta vopnið í baráttu hópa fyrir tilveru sinni, sjálfsmynd og stað í samfélagi. Með því að líta á þrjú ólík dæmi, Tifinagh, rúnaletur og Pixação, hvert frá sínum stað, menningarheimi og tímabili er ætlunin að sýna hvernig saga leturs og týpógrafíu hefur samtvinnast og mótast af samfélagi manna og haldist í hendur við einkenni þjóða og hópa fólks sem samsama sig á einn eða annan hátt. Einkenni hópa myndast oft sem andsvar við ytri öflum sem ógna menningu, auði eða tilverurétti hópsins. Hópar nota mismunandi leturtýpur til þess að tjá sig, tengjast og miðla upplýsingum. Það skiptir ekki eingöngu máli hvað þú skrifar heldur hvernig, með hvaða aðferðum og á hvaða efni. Skilaboðin eru fólgin í letrinu sjálfu en ekki innihaldi letursins. Letur er útlit upplýsingakerfis okkar og hefur notkun ritmáls og leturs aldrei verið meiri í heiminum sem og læsi. Ritmál og letur eru algjörlega samofnir hlutir og ekki hægt að slíta annað frá öðru. Ekki er hægt að koma frá sér ritmáli nema í letri og þessi tvö hugtök flækjast því oft saman. Í ljósi athugana á þessum þremur dæmum í ritgerðinni dreg ég þá ályktun að letur spilar og hefur spilað mikilvægt hlutverk í einkennum þjóða og hópa. Letur getur, ásamt tungumálinu, stuðlað að því að viðhalda, skapa eða eyðileggja menningu og menningarlegar tenginga
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Ritgerd_Thorleifur_Kamban_OK_FInal_OK.pdf | 2,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |