is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26765

Titill: 
 • Starfsvettvangur söngvara á Íslandi : er hægt að starfa sem klassískur söngvari á Íslandi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslenskir söngvarar starfa margir hverjir á alþjóðlegum markaði. Þeir syngja í óperuhúsum víða um heim og syngja á Íslandi þegar tækifæri gefst. Íslenska óperan er einn helsti starfsvettvangur óperusöngvara á Íslandi og síðustu ár hafa verið settar upp ein til tvær óperusýningar á ári. Engin fastráðning er í boði fyrir söngvara á Íslandi og þar af leiðandi er hvergi hægt að fá föst mánaðarlaun fyrir starf í söng. Meginefni þessarar ritgerðar er starfsvettvangur klassískra söngvara á Íslandi og leitast verður við að svara spurningunni: Er hægt að hafa fulla atvinnu af því að vera klassískur söngvari á Íslandi?
  Til þess að leita svara við þessari spurningu var reynt að ná til starfandi söngvara á Íslandi með netkönnun. Voru þeir spurðir út í eigin reynslu og sýn á starfsvettvang og tækifæri hér á landi. Alls tóku 47 manns þátt í könnuninni og fjallað verður um niðurstöður könnunarinnar í þessari ritgerð.
  Þátttakendur voru ekki sammála um hvort að hægt væri að lifa af söngstarfinu á Íslandi. Sumir töldu að svo væri, en að til þess þyfti að skapa eigin starfstækifæri, koma sér á framfæri og vera fjölhæfur. Fleiri töldu það þó óraunhæft og nefndu smæð markaðarins, óstöðugar tekjur og litla eftirspurn sem ástæður þess.
  Miðað við niðurstöður þessarar rannsóknar, þá virðist mögulegt að vera í 100% starfi sem klassískur söngvari á Íslandi og að lifa af þeim tekjum, en einungis ef miðað er við lágmarkslaun.

Samþykkt: 
 • 6.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð 19.pdf600.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna