is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26766

Titill: 
  • Framkomukvíði tónlistarmanna : hugræn atferlismeðferð sem úrræði við framkomukvíða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flestir tónlistarmenn hafa fundið fyrir kvíða í einhverjum mæli í tengslum við tónlistarflutning fyrir framan áhorfendur. Í litlum mæli getur kvíðinn haft góð áhrif en þegar kvíðaeinkennin verða mjög sterk geta þau haft slæm áhrif á flutninginn og líðan flytjandans. Framkomukvíði hrjáir fólk við ýmsar aðstæður, s.s. við ræðuhöld, í íþróttum, prófum, á tónleikum og leiksýningum. Hér verður einblínt á framkomukvíða sem tónlistarmenn finna fyrir. Einkenni framkomukvíða eru bæði lífeðlisleg (s.s. ör hjartsláttur, skjálfti og vöðvaspenna) og hugræn (t.a.m. neikvæðar hugsanir í garð flutningsins). Framkomukvíði er a.m.k. að hluta til óháður lengd tónlistarnáms, æfinga og árangri og hrjáir tónlistarmenn á öllum aldri. Mjög ung börn finna sjaldan fyrir sams konar framkomukvíða og fullorðnir, nemendur finna fyrir meiri kvíða en atvinnumenn og konur finna fyrir meiri kvíða en karlar. Prufuspil fyrir hljómsveitarstöður valda mestum kvíða en einleiksflutningur fylgir þar á eftir. Ýmis úrræði eru í boði fyrir tónlistarmenn sem vilja draga úr framkomukvíða, s.s. Alexandertækni, jóga, hugleiðsla, líftemprun, beta-blokkarar o.fl. Hér verður sérstaklega fjallað um hugræna atferlismeðferð (HAM) sem úrræði við framkomukvíða. HAM byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun hafi áhrif hvert á annað. Með breyttu hugarfari og hegðun er hægt að hafa mikil áhrif á kvíðann. Farið verður yfir helstu rannsóknir á efninu en þær sýna að HAM getur dregið umtalsvert úr framkomukvíða hjá tónlistarmönnum. Að lokum verður gerð grein fyrir samþykkismeðferð (e. Acceptance and Commitment Therapy) sem er ein tegund hugrænnar atferlismeðferðar og byggir á því að samþykkja og sætta sig við kvíðaeinkennin.

Samþykkt: 
  • 6.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ LHÍ.pdf382.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna