Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26770
Í þessari ritgerð fjalla ég um þær kröfur sem áhorfendur gera til raftónlistarfólks á tónleikum nútímans á gagnrýninn hátt. Hljóðfæraleikur hefur verið nauðsynlegur grunnþáttur tónleika frá upphafi. Með tilkomu MIDI skilaboða, sequencera og annarra leiða til að spila efni sjálfvirkt, hætti eiginlegur hljóðfæraleikur að vera nauðsynlegur í tónlist sem er sköpuð með þessum tólum. Slík tónlist er orðin mjög stór hluti af vinsælli tónlist í dag. Hugmyndir tónleikagesta og listamanna um gildi tónleika, eru þó enn að miklu leyti byggðar á hefðbundnum hljóðfæraleik. Spurningarnar sem ég hef að leiðarljósi eru: Hvaðan koma væntingar tónleikagesta raf / popp tónleika í dag, eiga þær ennþá við og eru þær að breytast? Að hvaða leyti hafa þær áhrif á hvernig raftónlistarfólk ákveður að útfæra tónleika?
Helstu heimildir mínar eru viðtöl við raftónlistarfólk og tónlistargagnrýnendur, auk eigin reynslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Kristinn Roach.pdf | 277,25 kB | Lokaður til...28.02.2137 | Heildartexti |