Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26776
Íslendingar hafa prjónað úr ull af íslensku sauðkindinni í mörg hundruð ár og hefðin
er í dag sterk og lifandi. Þessi alþýðuhefð hefur lærst mann fram af manni allt frá því
að Íslendingar lærðu fyrst að prjóna til okkar daga. Íslenska ullin skipar þannig
sérstakan sess í sögu þjóðarinnar, handverkslega, menningarlega, sagnfræðilega, og
sem stór partur af útflutningssögu þjóðarinnar.
Með þessari rannsókn er ætlunin að varpa ljósi á handprjón í upphafi 21.
aldarinnar og leita svara við því hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á þróun
prjónahefðarinnar og íslenskrar prjónamenningar. Til að skoða prjón á
samfélagsmiðlum voru tekin viðtöl og viðmælendur beðnir um að lýsa þætti
samfélagsmiðla við þróun handprjóns annars vegar og hvernig þeir sjá fyrir sér að
handprjón eigi eftir að þróast áfram á 21. öldinni. Til þess að svara þessum
spurningum voru tekin hálfopin eigindleg viðtöl við 10 prjónakonur. Byrjað var á því
að spyrja þær út í persónuleg tengsl þeirra við prjónaskap, hvenær þær lærðu að
prjóna, hver kenndi þeim, hvers vegna þær prjóna í dag og hvað ræður því hvað þær
prjóna. Einnig var rætt um kynjaskiptinguna í handprjónafaginu og viðhorf til
handprjónafólks á Íslandi. Rætt var um þátt Internetsins og samfélagsmiðla í
handprjónaheiminum í dag og í lokin var spáð fyrir um hvernig handprjónaheimurinn
muni halda áfram að þróast áfram á 21. öldinni.
Leitast var, með öðrum orðum, við að skoða handprjón á Íslandi í
menningarlegu og sögulegu samhengi og skoða hvort og hvernig prjónamenningin er að breytast með tilkomu Internetsins og aukinnar hnattvæðingar. Niðurstöður benda til þess að áhrif Internetsins og samfélagsmiðla séu umtalsverð og fjöldi þeirra sem nýta sér þessa miðla virðist enn vera að aukast. Prjón virðist í auknum mæli vera orðið félagslegt fyrirbæri og hafa færst frá því að prjónað var inni á heimilum fólks bak við luktar dyr yfir í það að verða viðurkenndara og opnara öllum. Áhuginn hjáþeim sem prjóna mikið virðist einnig aukast hratt í samræmi við aukna notkunInternetsins og samfélagsmiðla og aukinn tíma sem eytt er í áhugamálið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Handprjón lokayfirlestur skemman.pdf | 3.78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_Ragnheidur+Valgerdur+Sigtryggsdottir.pdf | 1.79 MB | Lokaður | Fylgiskjöl |
Athugsemd: Verkefnið rná afrita i einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar