Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26785
Áreiti nútíma einstaklingsins er gífurlegt. Alls staðar í kringum okkur birtast okkur ítrekað hugmyndir um það hvað sé talið æskilegt útlit og hegðun einstaklinga. Þessar birtingar hafa mikil áhrif á einstaklinginn sem sjálfkrafa fer að breyta sér með það að markmiði að samsvara sig í þessum hugmyndum.
Í þessari ritgerð eru settar fram tvær mismunandi spurningar. Hver er birtingarmynd kyngervis í íslensku barnaefni? og hver eru hugsanleg áhrif þeirra birtingarmyndar á börn? Rannsókn á því hvernig kyngervi birtist í dægurmenningu barna var unnin með orðræðugreiningu þar sem farið var yfir efni eins ákveðins miðils, krakkaruv.is, og það skráð samviskusamlega niður með það í huga að finna ákveðin þemu sem væru rauði þráðurinn í efninu. Til að skoða hugsanleg áhrif birtingarinnar á börn var síðan stuðst við eldri rannsóknir og niðurstöður þess teknar saman.
Rannsóknin sýndi að það kyngervi sem birtist í efni krakkarúv byggir á miklum staðalmyndum og eru kynin sýnd sem andstæður þar sem konur eru metnar út frá útliti, eru hlédrægar, góðar og umhyggjusamar en karlar sterkir, gáfaðir og fyndnir. Rannsóknin sýndi enn fremur að það eru þessar hugmyndir um kynin sem eru rót ýmissa félagslegra vandamál áborð við launamun kynjanna og kynbundið ofbeldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AnnaKristjanaHjaltested_BA_lokaverk (1).pdf | 885,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_AnnaKristjanaOHjaltested.pdf | 376,68 kB | Lokaður | Fylgiskjöl |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni