is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26786

Titill: 
  • Samkeppni eða samvinna? : loftslagsbreytingar sem ógn við öryggi smáríkja
  • Titill er á ensku Competition or cooperation? : climate change as a threat to small state security
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um öryggi smáríkja í kjölfar loftslagsbreytinga og hvernig þau ríki geta brugðist við vandanum. Markmiðið er að greina hvernig loftslagsbreytingar ógna ólíkum ríkjum en í ritgerðinni verða tekin fyrir tvö dæmi um smáríki sem hafa ólíka eiginleika og hagsmuni. Fyrra dæmið sem verður tekið fyrir er iðnríkið Ísland og seinna dæmið er þróunarríkið Madíveyjar. Möguleikar ríkjanna eru ólíkir hvað varðar aðlögun og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna ólíks efnahags og auðlinda, svo eitthvað sé nefnt. Ólíkar ógnanir steðja að þessum ríkjum þegar kemur að loftslagsbreytingum og þau geta haft áhrif umfram stærð hvað varðar þróun loftslagsmála. Höfundur leitar eftir því að kanna hver sé líkleg þróun á alþjóðavettvangi og hvernig smáríki geta látið til sín taka. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að smáríkjum stendur ógn af loftslagsbreytingum og eiga það sameiginlegt að vera varnarlaus hvað þær varðar þrátt fyrir ólíka stöðu innan alþjóðastjórnmála. Þeir möguleikar sem smáríki hafa til að hafa áhrif á alþjóðavettvangi eru fremur litlir samanborið við önnur stór og valdamikil ríki. Á hinn bóginn geta þau sameinað krafta sína og sýnt mikilvægt frumkvæði í málum sem þeim stafar sameiginleg ógn af. Vegna þess hve loftslagsbreytingar eru alþjóðleg ógn geta smáríki og samvinna þeirra haft áhrif á viðhorf annarra ríkja á ógnum sem kunna að vera innan seilingar. Þá sýna niðurstöður hve mikilvægt er fyrir smáríki að nýta endurnýjanlega orkugjafa og auka styrkveitingu til tækniframfara. Niðurstöðurnar þýða að smáríki eru að einhverju leyti fórnarlömb þeirrar miklu losunar sem á sér stað í heiminum en geta hins vegar einnig haft mikil áhrif á alþjóðavettvangi umfram stærð. Smáríki hafa vegna smæðar og lítilla auðlinda ekki mikla möguleika til þess að bregðast við loftslagsbreytingum upp á eigin spýtur. Sterkur leiðtogi og hæfni hans til að höfða til annarra ríkja er því mjög mikilvægt í alþjóðastjórnmálum.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SifGudmunsdottir_BA_lokaverk.pdf643.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SifGudmundsdottir.jpg758.61 kBLokaðurFylgiskjölJPG

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni