Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26787
Í lokaverkefni þessu er gerð grein fyrir jafnræðisreglunni, skoðað hvort og hvernig henni er beitt í úrskurðum og dómum er varða dagpeningagreiðslur og frádráttarheimildir þeirra.
Fjallað er um tekjuhugtakið út frá tekjuskattslögum, hvað teljist til skattskyldra tekna og hvaða frádráttarheimildir eru til staðar vegna tekna utan atvinnurekstrar. Þá er litið til þess hvernig framkvæmd slíks frádráttar er háttað út frá jafnræðisreglunni.
Úrskurðir og dómar eru skoðaðir út frá fyrrnefndum þáttum og velt er upp þeirri spurningu hvort finna megi brot á jafnræðisreglunni út frá mismunandi starfsstéttum varðandi skilyrði til frádráttar frá tekjum.
Litið er til þess hvernig og hvers vegna framkvæmd ríkisskattstjóra er eins og hún er í dag, bornar eru saman starfsstéttir og að lokum er komist að niðurstöðu varðandi þetta efni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EddaBaraArnadottir_BS_lokaverk.pdf | 882,78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_EddaBaraArnadottir.pdf | 68,9 kB | Lokaður | Fylgiskjöl |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni