Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26790
Stefnumótun þessi var gerð fyrir Icetransport. Icetransport er flutningsmiðlun sem veitir alhliða flutningslausnir fyrir viðskiptavini sína hvort sem um ræðir hraðsendingar, flug- eða sjófrakt. Farið er almennt yfir stefnumótun ásamt því að greining á innri- og ytri þáttum fyrirtækisins er gerð. Greining á helstu samkeppnisaðilum er gerð út frá árskýrslum og skoðaðar eru lykil kennitölur þar. Grunnur að stefnumótun er lagður og að lokum eru settar fram fimm tillögur að mögulegum stefnum fyrir Icetransport.
Niðurstöður á fjárhagslegum þáttum sýna að Icetransport sé fjárhagslega vel statt en arðsemi eigin fjár og heildareigna fer minnkandi milli ára. Helsti hugbúnaður fyrirtækisins, Navision, er fremur ábótavant og þarfnast mikillar þróunar. Sölu- og markaðsstefna, starfsmannastefna og þjónustustefna eru helstu þættir sem höfundur telur þurfi að mynda.
Segja má að Icetransport sé að upplifa mjög spennandi tímamót núna þar sem FedEx hefur keypt TNT og stendur sameiningarferli yfir. Ef Icetransport fær TNT umboðið einnig til sín opnast miklar tengileiðir og möguleikar á tekjuaukningu. Það er mat höfunda að styrkja þurfi innvið fyrirtækisins með stefnumótun líkt og lagt er upp í verkefni þessu og er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið auki rekstrartekjur og hagnað sinn ef stefnumótun tekst vel til.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Icetransport_Stefnumotun.pdf | 1,65 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlysing_LogiJohannesson.pdf | 152,12 kB | Locked | Fylgiskjöl | ||
Yfirlysing_Logi.pdf | 332,99 kB | Locked |
Note: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni