is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26797

Titill: 
 • Grímsstaðir : viðskiptalíkan fyrir nýjan ferðamannastað
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta viðskiptalíkan er gert með það að markmiði að kanna hvort að ferðaþjónusta sé vænlegur kostur fyrir bændur að taka sér sem aukabúgrein. Meginniðurstöður eru þær að í ört vaxandi ferðaþjónustuhéraði getur það verið góður kostur ef vel er að staðið. Ef vel á að takast til verður að takast vel til í byrjun, mynda persónulegt og traust viðskiptasamband við viðskiptavini og skapa sér gott orðspor. Með samstarfsaðilum og samkeppnisaðilum er hægt snúa þróun síðustu ára við og fá ferðamenn til að velja Vesturland sem áfangastað umfram aðra. Grímsstaðir eru í alfaraleið en til að fá fólk til að stoppa við þarf samstöðu um markaðsmál og samstöðu um markhóp. Ónýttir afþreyingarmöguleikar eru margir hér um slóðir, þó svo að flest afþreying sem ferðamenn velja að borga fyrir sé til staðar á Vesturlandi.
  Á Grímsstöðum er áætlað að byrja með að byggja gestahús sem sérstaklega eru hönnuð til að njóta norðurljósa, veita afþreyingu með börn sérstaklega í huga, með samspili náttúrunnar, dýranna og sögunnar hér í kring. Niðurstöður viðskipalíkansins eru að hér sé góður grunnur til að byggja upp ferðaþjónustu.
  Við gerð viðskiptalíkansins var rætt við ferðaþjónustubændur sem eru með sviplíkar áherslur og Grímsstaðir ætla sér að hafa. Rætt við starfsmenn hjá Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, þar sem starfsemi hennar var skoðuð og hvað það væri sem ferðamenn sækjast eftir hjá þeim. Einnig var rætt við Markaðsstofu Vesturlands um ferðamenn á Vesturlandi og aukningu á komu þeirra, hvert framboð væri á afþreyingu og hvað það væri sem einna helst vantar af henni hér. Kannanir um ferðamenn voru skoðaðar og voru þá einna helst niðurstöður fyrir Vesturland skoðaðar. Persónuleg þekking og reynsla höfundar á Vesturlandi og ferðaþjónustu kom sér vel.
  Lykilhugtök: Viðskiptalíkan, Ferðaþjónusta Bænda, Afþreying, Sveitaheimsókn, Norðurljós, Matur úr héraði, Vesturland.

Samþykkt: 
 • 10.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JohannaSjofnGudmundsdottir_BS_lokaverk..pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_JohannaSjofnGudmundsdottir4.12.16.pdf303.26 kBLokaðurFylgiskjölPDF