is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26799

Titill: 
 • Heimilishald.is : viðskiptaáætlun
 • Titill er á ensku Heimilishald.is : business plan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið Heimilishald.is. Markmiðið er að kanna hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að geta stofnað Heimilishald og hvort reksturinn muni skila hagnaði.
  Við gerð verkefnisins studdist höfundur við leiðbeiningar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um gerð viðskiptaáætlana. Viðskiptaáætlunin inniheldur lýsingu á viðskiptahugmyndinni, greiningu á markaðnum, markaðsáætlun og í lokin eru ýmsar rekstaráætlanir.
  Heimilishald mun bjóða neytendum á höfuðborgarsvæðinu upp á heimilisþrif, barnapössun og útréttingar. Eigandi Heimilishalds þarf að þarf að sækja um stofnun einkahlutafélags hjá Ríkisskattstjóra. Til þess þarf að fylla út stöðluð eyðiblöð sem Ríkisskattstjóri gefur út, ásamt því að greiða staðfestingargjald og hlutafé inn í félagið.
  Markaðsgreiningin leiddi í ljós að Heimilishald yrði eina fyrirtækið á markaðnum sem býður upp á barnapössun utan hefbundins dagvinnutíma og því er samkeppnin lítil. Helstu samkeppnisaðilar Heimilishalds eru fimm talsins og bjóða þeir einnig upp á heimilisþrif. Markaðsgreiningin sýndi einnig að neytendur hafa meiri tök en áður að kaupa sér þjónustu Heimilishalds þar sem kaupmáttur launa hefur aukist með hverju ári síðan 2010.
  Helstu niðurstöður verkefnisins er að Heimilishald mun skila hagnaði fyrstu þrjú ár í rekstri. Rekstrarreikningur Heimilishalds sýnir að hagnaður eftir skatta og gjöld er 3.312.585 krónur á fyrsta ári, 3.093.921 krónur á öðru ári og 5.369.812 krónur á þriðja ári

Samþykkt: 
 • 10.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EddaFanney_BS_lokaverk..pdf1.77 MBOpinnPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_EddaFanney.jpeg1.68 MBLokaðurFylgiskjölJPG