is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26800

Titill: 
 • Staða og framtíð rafrænna undirskrifta hjá tryggingafélögum á Íslandi
 • Titill er á ensku Current status and the future of electronic signatures in insurance companies in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fullgild rafræn skilríki sem er undirstaða rafrænna undirskrifta hafa ekki rutt sér til rúms á Íslandi nema að litlu leyti. Opinberir aðilar sem koma að innleiðingu þeirra hafa í litlum mæli nýtt sér þær, svo sem fjármálaráðuneytið við undirritun ríkisreiknings og Auðkenni við undir- ritun ársreiknings. Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem fullgild rafræn skilríki bjóða upp á og kallar því lítt eftir þeim hjá stofnunum og fyrirtækjum.
  Í þessari rannsókn er leitað svara við því hvað rafrænar undirskriftir eru og hverjir séu kostir þeirra og gallar. Einnig hvort þær séu á einhvern hátt hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki og viðskiptavini þeirra. Þá voru skoðaðar hindranir við innleiðingu og hvort öryggi viðkvæmra persónulegra gagna væri tryggt. Til viðbótar var litið á það hvort rafrænar undirskriftir gætu aukið sjálfbærni fyrirtækja og hvort hér væri á einhvern hátt um jafnréttismál að ræða.
  Niðurstöður benda til þess að rafrænar undirskriftir séu framtíðin en í dag er skortur á þeim eina hindrunin fyrir því að viðskiptavinir geti stundað öll sín viðskipti rafrænt við fyrirtæki á borð við tryggingafélögin. Þær stytta ferla hjá fyrirtækjum, flýta fyrir afgreiðslu og þægindi viðskiptavina aukast til muna. Þá yrði pappírsnotkun minni, ferðum starfsmanna og viðskiptavina myndi fækka auk þess sem jöfnuður ykist meðal viðskiptavina þar sem búseta eða fötlun hefði engin áhrif.

 • Útdráttur er á ensku

  Qualified electronic certificates, that are the base for electronic signatures have not become a successful solution in Iceland. Public entities involved in the implementation have only utilized this technology to a small degree, such as the Ministry of Finance when signing of the Govern- ment Accounts and Auðkenni during signing of financial statements. The public does not seem to realize the potential which the valid digital certificates offer and therefore are not demanding that institutions and companies offers them the opportunity to use them.
  In this research the author attempts to answer what electronic signatures are and to identify their pros and cons. The author investigates if they are in any way a viable option for companies and their customers by looking at the implementation barriers and security concerns around sensitive personal data. Additionally, the author looks at whether electronic signatures could increase business sustainability and if they are in some way a question of equality.
  Results indicate that electronic signatures are the future, but today the lack of electronic signatures are the only obstacle for customers to be able to perform all their business in relation to companies electronically, for example with insurance companies. A more streamlined, efficient process would increase customer satisfaction and the reduced travel times and paper costs would improve sustainability. Likewise, equality in the society is increased with a reduced requirement on mobility.

Samþykkt: 
 • 10.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarÞSamúelsson_BS_lokaverk.pdf921.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_EinarTHSamuelsson.pdf101.28 kBLokaðurFylgiskjölPDF