is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26801

Titill: 
  • Hvatakerfi með augum Beyond Budgeting : er misræmi milli þess sem vísindin vita og þess sem fyrirtæki gera?
  • Titill er á ensku Beyond Budgeting ways of setting rewards : is there a mismatch between what science knows and what business does
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það kann að virðast augljóst að fyrirheit um bónusgreiðslur eða fjárhagslega umbun gegn ákveðnum árangri, séu öflug hvatning fyrir starfsfólk. Margir fræðimenn hafa hinsvegar bent á að ekki sé allt sem sýnist í þeim efnum og margt geti farið úrskeiðis. Það er að mörgu að huga þegar fyrirtæki hyggjast nýta sér hvatakerfi og vert er að skoða vel og gera sér grein fyrir kostum og göllum slíkra kerfa. Hverjar eru mögulegar aukaverkanir við að innleiða launahvatningakerfi í framlínudeild fyrirtækisins, hvað þarf launahvatinn að vera hár svo hann skili tilætluðum árangri og á að hvetja einstaklinga eða heilu deildirnar.
    Höfundur leitaði svara við þessum spurningum ásamt fjölmörgum öðrum sem tengjast viðfangsefninu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var þó að skoða hvernig hugmyndafræðin beyond budgeting leggur til varðandi hvatakerfi. Hvaða aðferðum best sé að beita varðandi innri og ytri hvatningu starfsfólks með það að markmiði að efla innri og ytri hvata starfsfólks og stuðla að helgun gagnvart verkefnum og fyrirtækinu. Með hliðsjón af hugmyndafræði beyond budgeting, helstu hvatakenningum og fyrirliggjandi rannsóknum, framkvæmdi höfundur rannsókn. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til þess að svara aðalrannsóknarspurningu ritgerðarinnar: Nýta íslensk fyrirtæki sér fyrirliggjandi rannsóknir og þekkingu hvað varðar hvatakerfi?
    Niðurstaðan bendir til þess að fyrirtæki séu að nýta sér fyrirliggjandi þekkingu að mörgu leiti og sér í lagi hvað varðaðar innri hvatningu.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_Eiríkur Hilmarsson.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjol_vegna_lokaskil_BS_ritgerd_12377 (1).pdf157.63 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni