Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26802
Í viðskiptaumhverfi nútímans standa fyrirtæki frammi fyrir auknu magni gagna sem þeim berast frá mörgum ólíkum uppsprettum. Með vönduðum greiningum á gögnum geta fyrirtæki byggt ákvarðanir sínar á sterkari rökum og geta þannig skapað sér mögulegt samkeppnisforskot.
Eftirfarandi er rannsókn á notkun íslenskra fyrirtækja á gagnagnótt. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á helstu áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir varðandi nýtingu gagnagnóttar til gagnadrifinnar ákvarðanatöku í markaðsstarfi sínu.
Helstu niðurstöður eru þær að hugarfar stjórnenda leiki lykilhlutverk í þeirri ákvarðanatöku hvort fyrirtækið hafi gagnadrifna menningu eður ei. Einnig er mikilvægt að hafa tiltækan mannauð með þekkingu á viðfangsefninu, sem jafnan er sérhæfð og tæknileg, eða útvista verkefnum ef þannig ber undir. Ákvarðanir á grundvelli greininga á raungögnum geta hjálpað fyrirtækjum að viðhalda eða skapa samkeppnisforskot í hröðu og krefjandi viðskiptaumhverfi nútímans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EvaÞorsteinsdottir_BS_lokaverk.pdf | 1,46 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_EvaThorsteinsdottir-2.pdf | 124,64 kB | Lokaður | Fylgiskjöl |