Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26803
Í BS verkefni þessu mun höfundur skoða fýsileika þess, út frá rekstarlegum og markaðslegum forsendum, að byggja upp og reka hótel í uppsveitum Árnessýslu. Hótel þetta yrði all sérstætt þar sem það yrði byggt upp sem torfbær og leitast við að gera upplifun gesta og áferð þjónustunar sem líkast þeirri upplifun að búa í hefðbundnum raunverulegum torfbæ. Verkefnið er viðskiptaáætlun og verður notast við þá hugmyndafræði og aðferðir sem IMPRA nýsköpunarmiðstöð hefur sett fram. Verður verkefnið skoðað út frá því sjónarmiði að meta hvort að það sé fýslegur kostur að fara í framkvæmd sem þessa út frá rekstarlegum og markaðslegum forsendum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeirri hugsanlegu arðsemi sem verkefnið getur haft í för með sér fyrir eigendur eða hugsanlega fjárfesta. Áhugi höfundar á að skoða þetta viðfangsefni hlýst sér í lagi af þeim aukna ferðamanna straumi sem hefur verið til Íslands undanfarin ár og þeim uppbyggingar möguleikum sem honum hafa fylgt. Ásamt þeirri umræðu um að meiri fjölbreytileiki og sérstaða þurfi að vera til staðar þegar kemur að upplifun og þjónustu við ferðamenn.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
HelgiHaukurHauksson_BS_lokaverk. PDF.pdf | 1,64 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlysing_HelgiHaukurHauksson (1).pdf | 282,45 kB | Locked | Fylgiskjöl |