is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26804

Titill: 
  • HönnunarMars JÁ eða Nei? : árangur þátttakenda í HönnunarMars
  • Titill er á ensku Design March YES or NO? : the success of Icelandic designers participating in Design March
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hönnun og arkitektúr teljast til ungra atvinnugreina á Íslandi og er þróun þeirra mis langt á veg komin. Síðustu ár hafa greinarnar innan íslenska hönnunarsviðsins verið í sókn og mikil gróska hefur verið innan allra fagsviða hönnunar en þó virðist enn vanta fastmótaðri atvinnufarveg fyrir nýútskrifaða hönnuði og þurfa þeir því oft að skapa sín eigin atvinnutækifæri. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvaða viðskiptalega árangri þátttaka í HönnunarMars skilar íslenskum þátttakendum hátíðarinnar. Jafnframt var kannað hjá hvaða aðilum þátttakendur ná mestum árangri sem og hvar þeir ná mestum árangri. Í rannsókninni er árangri skipt upp í þrjá þætti: Markaðssetningu, sölu og uppbyggingu tengslanets. Notast var bæði við eigindlegar og megindlegar aðferðir við rannsóknina. Gerð var spurningakönnun á netinu og hún send út til þátttakenda með tölvupósti en einnig voru tekin viðtöl við þrjá þátttakendur í HönnunarMars. Jafnframt voru tekin viðtöl við þrjá fagaðila sem starfa innan íslenska hönnunarsviðsins til að fá skýrari sýn af stöðu hönnunar og arkitektúrs á Íslandi í dag.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að meirihluti þátttakenda töldu sig hafa náð góðum eða mjög góðum árangri með þátttöku í HönnunarMars og uppbygging tengslanets var sá þáttur árangurs sem þátttakendur náðu mestum árangri í. Aðrar niðurstöður sýndu að þátttakendur náðu best til íslenskra endursöluaðila og að þátttakendur í HönnunarMars náðu mestum árangri með sína hönnun á Íslandi.
    Lykilorð: HönnunarMars, árangur, hönnun, arkitektúr, markaðssetning, sala,
    tengslanet.

  • Útdráttur er á ensku

    Design and architecture are considered relatively young trades in Iceland and the progress of their development varys between the trades. In recent years the trades have been growing and a substantial growth has been noted within every profession of the design industry. However there is still a lack of available employment opportunities for newly graduated designers that frequently results in them having to rely solely on their ability to innovate or create their own opportunities for work. The aim of this thesis was to examine what business related success participation in DesignMarch brings Icelandic designers. It also attempts to identify the areas and parties the paricipants have most success with. The study examines three categories of success: Marketing, sales and networking. It was carried out using both quantitative and qualitative research methods. To gather data an online questionnaire was distributed to the participants of DesignMarch via email in addition to carrying out interviews with three selected participants as well as three professionals within the Icelandic design industry, in order to obtain a clearer view of the current status of design and architecture in Iceland.
    The main conclusion was that the majority of participants felt that their participation in DesignMarch brought them good or very good success and that networking was their most successful category. Other conclusions suggest that participants had most success in reaching Icelandic retailers and were more successful with their design in Iceland than abroad.
    Key words: DesignMarch, success, design, architecture, marketing, sales, networking.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Ósk Sighvatsdóttir_B.S. lokaverkefni_Skemman.pdf3,86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Iris_Osk_Sighvatsdottir.pdf807,69 kBLokaðurFylgiskjölPDF