is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26807

Titill: 
  • Fer meðalaldur iðkenda innan golfhreyfingarinnar á Íslandi hækkandi? : hvernig má fjölga yngri iðkendum í íþróttinni?
  • Titill er á ensku Is the average age of members in golf clubs in Iceland getting higher? : what can be done to increase the number of participants of the younger generations?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna hvort að raunin sé sú að meðalaldur iðkenda innan golfhreyfingarinnar á Íslandi fari hækkandi og hvað megi gera til þess að fjölga yngri iðkendum í íþróttinni.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn í formi viðtala sem tekin voru við fjóra stjórnendur sem allir leika stórt hlutverk innan golfhreyfingarinnar á Íslandi. Einnig studdist höfundur við töluleg gögn frá Golfsambandi Íslands sem sýndu þróun á fjölda meðlima í golfklúbbum á Íslandi frá árinu 2008 -2016 og einnig gögn sem sýndu keppendafjölda á þeim mótaröðum sem GSÍ heldur fyrir börn og unglinga.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós svo ekki verði um villst að meðalaldur iðkenda innan golfhreyfingarinnar á Íslandi fer hækkandi og hefur sú þróun verið stöðug frá árinu 2008.
    Til þess að fjölga yngri iðkendum í golfíþróttinni þarf að gera golfið skemmtilegra fyrir börn og unglinga. Fjölbreytileiki æfinga þarf að vera meiri og áherslurnar ekki bara þær að sigra. Vinahópar og stuðningur frá foreldrum skiptir máli og er mikilvægt að hafa skemmtilega og færa þjálfara sem sinna barna- og unglingastarfi.
    Ungmenni sem stunda einstaklingsíþróttir eru líklegri til þess að hætta þátttöku fyrr en þau sem stunda hópíþróttir og er því mikilvægt fyrir golfíþróttina að finna leiðir til þess að börnum og unglingum finnist þau frekar vera hluti af liði.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to find out if the average age of members in golf clubs in Iceland was getting higher and what can be done to increase the number of participants of the younger generations.
    Qualitative research was performed and interviews were taken with four managers who all play a major role in golf in Iceland. The author also used numerical data which he received from the Golf Union of Iceland that showed the evolution of number of members of golf clubs in Iceland since 2008 to 2016. The data also showed the number of participants in the tournaments that are held by the Golf Union of Iceland.
    The results showed by no doubt that the average age of members of golf clubs in Iceland is getting higher and it has been the trend since 2008.
    To increase the number of participants of the younger generations golf needs to be made more enjoyable for children and youth. Exercises need more diversity and the focus needs to be broader than just to win. Friends and support from parents matter and it is important to have pleasant and skilled coaches working with children and youth. Children and youth who practice individual sports are more likely to drop out earlier than those who practice team sports and therefore it is important for golf to find ways to make children and youth find themselves as part of a team.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigurdurPeturOddsson_BS_lokaverk.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SigurdurPeturOddsson.pdf64.99 kBLokaðurFylgiskjölPDF