is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26809

Titill: 
 • Þjónandi forysta og Saltverk ehf
 • Titill er á ensku Servant leadership and Saltverk ehf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í nútíma samfélagi er alltaf lögð ríkari áhersla á að starfsánægja starfsmanna sé mikil og hvaða atriði það séu sem spili stóran sess í ánægju á vinnustað. Stjórnunarlegum áherslum er oftar beint að starfsmönnum og þeirra hvötum og ákvarðanir teknar út frá þörfum starfsmanna.
  Rannsóknir hafa sýnt að oftar en ekki er jákvæð tenging á milli þjónandi forystu og starfsánægju. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á vægi og viðhorf stjórnenda og starfsmanna Saltverks ehf til stjórnunar, forystu og samskipta innan fyrirtækisins sem og að kanna starfsánægju starfsmanna. Markmiðið er um leið að meta hvort innleiðing á þjónandi forystu í fyrirtækið sé þörf út frá niðurstöðum um starfsánægju starfsmanna og afköst í framleiðslu með því að leggja fram tillögur að úrbótum. Stuðst er við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem viðtöl eru tekin við starfsmenn og stjórnendur, ásamt því að leggja fyrir spurningalistakönnun til að auka innsýn og kanna viðhorf starfsmanna til þjónandi forystu.
  Í vettvangsheimsóknum á starfsstöðvar fyrirtækisins voru tekin opin viðtöl við fimm starfsmenn, eigendur og þrjá starfsmenn sem starfa í framleiðsludeild fyrirtækisins. Sjónum var beint að forystu, stjórnunarháttum og starfsánægju. Einnig var gerð spurningalistakönnun meðal allra starfsmanna um þjónandi forystu til þess fá dýpri skilning og betri innsýn í viðhorf þeirra til þessara þátta.
  Niðurstöður sýna að þjónandi forysta er ríkjandi innan fyrirtækisins þó svo að ekki sé unnið markvisst eftir hugmyndafræðinni. Vísbendingar benda til mjög góðra samskipta og starfsánægja er mikil á meðal starfsmanna.
  Niðurstöður gefa því sterklega til kynna að jákvæð tengsl séu á milli þjónandi forystu og starfsánægju og er því rík ástæða fyrir fyrirtæki að huga að því að auka vægi þjónandi forystu í rekstri sínum t.d. með því að gefa starfsmönnum traust til að bera ábyrgð og stuðla að sjálfstæði í vinnubrögðum. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er rík ástæða fyrir fyrirtæki í framleiðslu eða öðrum iðnaði, að auka vægi þjónandi forystu.
  Lykilorð: þjónandi forysta, starfsánægja, samskipti, stjórnunarhættir, innleiðing

Samþykkt: 
 • 10.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞF_Og_Saltverk__Agnes_Skemman.pdf5.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_AgnesH.Barkardottir.pdf99.95 kBLokaðurFylgiskjölPDF