is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26810

Titill: 
  • Fyrirtækjamenning og stjórnun breytinga : viðhorf starfsmanna í kjölfar sameiningar tveggja grunnskóla í Kópavogi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ýmsar ástæður geta verið fyrir breytingum innan skipulagsheilda, en til þess að breytingarnar verði árangursríkar er mikilvægt að starfsmenn séu fylgjandi breytingunum. Þannig reynir á yfirleitt á samskiptahæfni stjórnenda í tengslum við upplýsingamiðlun og undirbúning starfsmanna í breytingarferlinu. Í rannsókninni voru skoðuð ýmis sjónarmið og kenningar á sviði fyrirtækjamenningar og breytingastjórnunar, en mikilvægt er fyrir stjórnendur að nýta sér ýmsar aðferðir til þess að breytingarferlið verði árangursríkt. Markmið núverandi rannsóknar var að varpa ljósi á fyrirtækjamenningu Álfhólsskóla og leggja mat á frammistöðu skólans þegar sex ár eru liðin frá sameiningu Digranes- og Hjallaskóla. Einnig var einblínt á sameiningarferlið í heild sinni, með því markmiði að athuga hvort stuðst hafi verið við aðferðir breytingastjórnunar alveg frá upphafi ferlisins. Niðurstöður gáfu til kynna að úrbóta sé þörf hjá skipulagsheild Álfhólsskóla þar sem flestir þættir tilheyra aðgerðabili á menningarvíddum og árangursþáttum DOCS. Niðurstöður benda einnig til þess að ýmislegt hefði mátt betur fara varðandi stjórnun breytinga í sameiningarferlinu. Markmið höfundar er að rannsóknin verði gagnleg stjórnendum annarra skóla sem eiga eftir að gangast undir sameiningu af svipuðu tagi. Höfundur vonast til þess að niðurstöður komi til með að gagnast Álfhólsskóla á einn eða annan hátt, og verði þannig ávinningur fyrir starfsmenn, nemendur og aðra þá sem að skólanum koma.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristbjorgTH_lokaskil.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
KristbjorgH_yfirlysing_um_medferd.pdf1.39 MBLokaðurFylgiskjölPDF