is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26811

Titill: 
  • Þjónandi forysta og sjálfræði í starfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Titill er á ensku Perceived servant leadership and autonomy among employees in municipal administration
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga að rýna í hvaða breytinga er þörf til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir en rannsóknir á stjórnun og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga eru fáar. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er hugmyndafræði þjónandi forystu sem snýst um að hafa áhuga og hlusta á hugmyndir annarra, efla og hvetja aðra til sjálfstæðis og ábyrgðar í lífi og starfi. Fyrri rannsóknir hér á landi og erlendis, á sviði þjónandi forystu, hafa sýnt jákvæð tengsl við starfsánægju, sjálfræði og skapandi hugsun en engin rannsókn er til um þjónandi forystu og stjórnsýslu sveitarfélaga svo vitað sé. Til að auka þá þekkingu sem fyrir er um þjónandi forystu og um starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga, var ákveðið að kanna vægi þjónandi forystu í stjórnsýslu sveitarfélaga og skoða hvort tengsl væru á milli einkennandi þátta þjónandi forystu og mats starfsmanna á sjálfræði í starfi. Gerð var spurningakönnun sem náði til um 600 starfsmanna hjá sjö sveitarfélögum. Mælitækið Servant Leadership Survey var notað auk spurninga um sjálfræði í starfi. SLS listinn er þáttaskiptur og niðurstöður voru greindar eftir þeim þáttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þjónandi forysta er til staðar í stjórnsýslu sveitarfélaga og að starfsmenn njóta sjálfræðis í starfi að einhverju leyti. Rannsóknin sýnir að marktæk fylgni er á milli heildarmælingar þjónandi forystu og sjálfræðis í starfi, sem er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna. Niðurstöður gefa til kynna að þjónandi forysta er hugmyndafræði og leiðtogaaðferð sem ástæða er fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga að skoða nánar til að stuðla að aukinni framþróun og nýsköpun í stjórnsýslu sveitarfélaga og er ástæða til að rannsaka þetta efni nánar.

  • Útdráttur er á ensku

    It is important for municipalities to consider various options in leadership strategy in order to meet new and various challenges that municipalities face nowadays. The theoretical background of this study is the philosophy of servant leadership as presented by Robert K. Greenleaf. The philosophy of servant leadership is about placing the benefits and success of others above one’s own. It is about showing interest in others, listen to their ideas and value them as individuals. It is about encouraging independence and responsibility in others. Previous studies have shown that there is að positive relationship between servant leadership and job satisfaction, autonomy and innovation. Limited knowledge is available about servant leadership in municipalities and very few in Iceland regarding servant leadership and autonomy. To increase the previous knowledge on servant leadership and work environment in municipal administration, it was decided to explore the manifested characteristics of servant leadership and the relationship between these characteristics and the autonomy of a certain group of municipal administration employees in Iceland. An electronic questionnaire was sent out to 600 participants from seven municipalities. The servant leadership was measured by using the Servant Leadership Survey which is based on 30 statements. In addition, to address the psychosocial work environment, questions about autonomy at work were added. The results indicate that servant leadership is visible in the municipality and that the employees in the municipal administration are autonomous at some level. The results show a significant correlation between the level of servant leadership and autonomy which is consistent to results of previous researches. The results indicate that the ideology and approach of servant leadership presents an opportunity for the municipal administrations for positive development and innovation and that there is a reason for further researches.

Styrktaraðili: 
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MagneaSteinunnIngimundardottir_MS_Bifröst.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_MagneaSteinunnIngimundardottir.pdf53.95 kBLokaðurFylgiskjölPDF