is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26817

Titill: 
  • „...Og þá opnaðist þessi heimur“ : viðhorf níu hljóðfæraleikara til menntunar sinnar og starfa
  • Titill er á ensku "...And then these worlds opened up to me" : how nine instrumentalists feel about their work and education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að kanna viðhorf hljóðfæraleikara í klassískri tónlist til menntunar sinnar og atvinnu. Sérstaklega er sjónum beint að því hvort þær væntingar sem hljóðfæraleikarar hafa til starfa þegar þeir velja að gera hljóðfæraleik að atvinnu, reynist í samræmi við þann veruleika sem svo bíður á vinnumarkaði. Einnig er leitað eftir viðhorfum þeirra til framtíðar varðandi atvinnumál hljóðfæraleikara. Tekin voru viðtöl við níu hljóðfæraleikara í klassískri tónlist. Fjórar konur og fimm karlar svöruðu þremur megin spurningum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það þarf mikla þjálfun frá bernsku til að verða atvinnuhljóðfæraleikari. Svo virðist sem hvatning og áhugi frá umhverfinu skipti miklu varðandi það hvernig börn heillast af tónlist. Kröfur eru gríðarlega miklar í greininni og allir þátttakendur sóttu sér langt framhaldsnám erlendis. Enginn þeirra valdi að gera tónlist að atvinnu vegna hugmynda um há laun eða atvinnuöryggi. Enginn þeirra taldi sig hafa orðið fyrir vonbrigðum í starfi þótt umhugsunarefnin séu mörg. Flestir þátttakendur höfðu leitt hugann að því kalli samtímans að með tilkomu tölvutækni og hnattvæðingar sé hlutverk hljóðfæraleikara að breytast. Þessi breyting varðar margs konar nýjar nálgunarleiðir og samþættingu listgreina og tónlistarstíla sem kallast nú á við það hlutverk hljóðfæraleikara að viðhalda þeim menningararfi sem við höfum þegið og að tónverkin, sem sum hver hafa lifað í aldir, verði aðgengileg komandi kynslóðum.
    Lykilorð: Hljóðfæraleikari, klassísk tónlist, habitus, kröfur, menningarauður.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explores how professional instrumentalists in the field of classical music feel about their education and profession. Of particular interest was to find out whether the expectations of young players regarding future employment turn out be realistic when it comes to professional life in the chosen field. In addition to this, the players who participated in this research were asked about their ideas concerning future prospects in instrumental music. A qualitative method was chosen and nine professional players participated. Four women and five men answered three main questions. The basic outcome of the research is that it takes training from early childhood to become a professional instrumentalist. Encouragement and interest from the environment seems to have greatly influenced the way participants were drawn to music. Demand for excellence is high in the field. All the interlocutors went abroad for further training. None of them felt that the reality of work had been disappointing, although they have a number of concerns. None of them appeared to have chosen music because they expected a high salary or job security. All the participants had given some thought to how the evolution of digital techniques and globalisation increasingly affects the role of instrumentalists and how various merging of musical styles and different forms of art is a trend of our time. At the same time instrumentalists have an ongoing role of sustaining the cultural heritage we have received and ensuring that the music, some of which has survived for centuries, will continue to be accessible to future generation.
    Keywords: Instrumentalist, classical music, habitus, demands, cultural capital.

Athugasemdir: 
  • Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni
Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Og þá opnaðist þessi heimur. Fyrir Skemmuna.pdf1,38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SKEMMAN_GudrunBirgisdottir.pdf506,68 kBLokaðurFylgiskjölPDF