Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26818
Megin markmið verkefnisins var að rannsaka eðlis- og efnaeiginleika hringorma sem finnast í Atlantshafs þorski. Hringormar voru flokkaðir eftir lengd og staðsetningu í þorskflaki og rannsakaðir með myndbandsupptökum í fiskvinnslu. Efnaeiginleikar hringorma voru rannsakaðir með því að mæla efnasamsetningu þeirra. Ásamt efnasamsetningu voru ýmis stein- og snefilefni mæld. Að auki var amínósýrusamsetning hringorma mæld. Til að skoða heildarmyndina voru efnisþættir bornir saman við efnainnihald þorskflakahluta. Eðliseiginleikar hringorma voru rannsakaðir með því að skoða áhrif þeirra á vinnslu þar sem áhersla var lögð á vinnsluafköst og hringormafjölda í flakahlutum. Hringormar voru einnig tegundagreindir eftir flakahlutum. Þol hringorma gagnvart frystingu var rannsakað, með þvi að koma lifandi hringormum milli tveggja þorsksmarningslaga og fryst við mismunandi hitastig og tíma. Að lokum var þykkt hringormahams rannsakað með stærðargreiningu á þverskurðarsniði hringorms.
Greining á hringormum leiddi í ljós að hringormar höfðu ekki mikil áhrif á vinnsluafköst en höfðu í stað áhrif á nýtingu. Hringormarhópar mældust með líka efnasamsetningu, en þegar kom að samanburði við þorskflakahluta þá höfðu hringormar hærra magn af kolvetnum og fitu. Hringormar voru einnig með hærri steinefnagildi í kopar(Cu), kalki(Ca) og járni(Pb) ef miðað var við þroskflökin. Hringormar mældust með minna af snefilefnum miðað við þorskflök. Hringormar og þorskflök voru með svipuð hlutföll í níu amínósýrum, og innhéldu báðir hópar töluvert magn af lífsnauðsynlegum amínósýrum. Frysting á lifandi hringormum sýndi fram á að þol hringorma lækki með lækkuðu hitastigi og auknum tíma við það hitastig.
Það var ljóst í upphafi að þetta verkefni myndi ekki svara öllum spurningum er snúa að fiskvinnslunni í dag varðandi hringorma og kostnað samfara þeim. Heldur er vonast um að niðurstöður verkefnisins séu eitt nytsamlegt skref í þeirri vinnu sem liggur fyrir að vinna áfram með.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IMG_20170210_0001_NEW.pdf | 423.24 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Eðlis og efnaeiginleikar hringorma í þorski (Skila-eintak).pdf | 2.43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |