is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26820

Titill: 
  • "Fyrst eftir að ég hætti að vinna, mér fannst það vera tilgangsleysi" - Starfslok - félagslegur veruleiki og aðlögunarhæfni -
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í félagslegan veruleika fólks við starfslok og kynnast aðlögunarhæfni þess við breyttar aðstæður, ásamt því að varpa ljósi á undirbúning fyrir þessi tímamót. Tekin voru viðtöl við tvo hópa fólks, annars vegar fjóra einstaklinga sem voru komnir á eftirlaun og hins vegar fjóra sem eru enn á vinnumarkaði og munu fara á eftirlaun á næstu árum. Niðurstöður benda til að undirbúningur þeirra sem þegar höfðu lokið störfum hafi verið af skornum skammti og nær eingöngu snúið að fjármálum. Undirbúningur þeirra sem enn voru á vinnumarkaði snerist einnig að mestu leyti um fjármál. Félagslífið fékk ekki mikla athygli. Þeir viðmælendur sem komnir voru á eftirlaun töldu sig ekki sakna starfsins sem slíks heldur beindist söknuðurinn að samveru með samstarfsfélögunum. Þeir sem enn voru á vinnumarkaði tóku undir þessi orð. Þátttakendur ræddu starfslokin ekki við neinn fagaðila heldur einungis við maka sinn og yfirmenn. Þess er vænst að nýta megi niðurstöður rannsóknarinnar við undirbúning markvissrar starfslokafræðslu og ráðgjafar fyrir eldra fólk, einkum hvað varðar félagslega þáttinn.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA17.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
StaðfestingSkemmuPDF.pdf391.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF