is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26821

Titill: 
  • Heimur batnandi fer : sjálfbærni í fataframleiðslu
  • Titill er á ensku World is improving : sustainability clothing production
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð alþjóðlegra
    fjöldaframleiðslufyrirtækja í fataframleiðslu. Aukin notkun samfélagsmiðla og
    vaxandi upplýsingaflæði undanfarinna ára og áratuga hefur orðið til þess að
    almenningur er orðinn mun meðvitaðri um þann fjölþætta skaða sem
    framleiðslufyrirtæki hafa valdið og farinn að gera kröfur um gegnsæja og ábyrga
    viðskiptahætti. Með tilliti til þessa er markmið þessa verkefnis að fá innsýn í hvernig
    alþjóðleg fjöldaframleiðslufyrirtæki hafa brugðist við þessum kröfum og hvers vegna.
    Þær rannsóknarspurningar sem lagt var upp með eru:
    • Hvert er gildi þess að fyrirtæki setji skýrar stefnur um sjálfbæra þróun?
    • Hvernig birtist stefna stórra fyrirtækja í fjöldaframleiðslu hvað varðar
    sjálfbæra þróun?
    Til að nálgast efnið og svara rannsóknarspurningum voru annars vegar notuð
    fyrirliggjandi gögn í formi rannsókna, fjölmiðlaumfjöllunar, skýrslna og
    stefnumótunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hins vegar voru stefnur og
    framleiðsluhættir fimm stórra alþjóðlegra fjöldaframleiðslufyrirtækja skoðaðir.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að alþjóðleg fjöldaframleiðslufyrirtæki
    séu undir miklum þrýstingi um að innleiða ábyrga viðskiptahætti. Kröfur almennings,
    þrýstingur stjórnvalda, alþjóðleg stefnumótun og lagasetningar hafa gert það að
    verkum að fyrirtæki sjá sig knúin til þess að bregðast við.

Athugasemdir: 
  • Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni
Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudfinna_Oddsdottir_Bsc.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Gudfinna_Oddsdottir.pdf685.33 kBLokaðurFylgiskjölPDF