is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26822

Titill: 
  • Ákvörðun fjárhæðar skaðabóta vegna vanefnda á fyrirtækjakaupum
  • Titill er á ensku Damages for Breach of Acquisitions
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ef fyrirtækjakaup eru ekki efnd réttilega getur slík vanefnd leitt til tjóns samningsaðila. Á grundvelli samnings og að uppfylltum bótaskilyrðum, á kröfuhafi rétt á að skuldari bæti það tjón sem leiða má af röngum efndum samnings með skaðabótum. Markmið skaðabóta er að gera tjónþola eins settan fjárhagslega og ef tjón hefði aldrei orðið. Í ljósi þeirra fjölbreytilegu eigna, skulda, réttinda og skyldna sem saman mynda fyrirtæki, getur verið erfitt að meta raunverulegt tjón kröfuhafa.
    Fyrirtækjakaup geta verið flókin í framkvæmd, en hugtakið fyrirtæki er ekki sérstaklega skilgreint í íslenskum lögum. Um fyrirtækjakaup gilda lög nr. 50/2000, um lausafjárkaup, en engin sérlög gilda um kaupin þrátt fyrir flækjustig þeirra og þá miklu hagsmuni sem kunna að liggja að baki kaupanna.
    Fjallað er almennt um fyrirtækjakaup sem annars vegar kaup á félagi, m.ö.o. kaup á hlutum og hins vegar kaupum á fyriræki, m.ö.o. kaup á eignum. Þessar tvær tegundir af kaupum eru að nokkru leyti ólíkar í ljósi þess að kaupandi ber almennt beint hallann af vanefndum við kaup á fyrirtæki (kaup á eignum), á meðan félag sem sjálfstæður lögaðili ber oftast sjálft stóran hluta þess tjóns sem má leiða af vanefnd. Tjón kaupanda af félagi (kaup á hlutum) er því gjarnan afleitt á þeim grundvelli að félagið sé verðminna fyrir kaupanda vegna vanefnda sem leiða til þess að félagið fær lægri tekjur, á verðminni eignir, greiðir hærri útgjöld og/eða ber meiri skuldir, en kaupsamningur gerði ráð fyrir. Við kaup á fyrirtæki (kaup á eignum) verður tjóni kaupanda hins vegar jafnað við tjón fyrirtækisins þar sem kaupandi verður rétthafi allra eigna og skulda þess. Við kaup á félagi (kaup á hlutum) ber félagið sjálft réttindi og skyldur gagnvart því fyrirtæki sem félagið á og rekur, ekki er því hægt að jafna tjón kaupanda félags (kaup á hlutum) við það tjón sem vanefndir seljanda valda hinu keypta félagi.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigtryggurArnthorsson_ML_lokaverk..pdf1.26 MBLokaður til...24.08.2066HeildartextiPDF
Yfirlysing,_Sigtryggur_Arnthorsson.pdf58.54 kBLokaðurFylgiskjölPDF