is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26823

Titill: 
  • Starfsmannamál, starfsánægja og starfsmannavelta : raundæmi kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal
  • Titill er á ensku HRM, job satisfaction and staff turnover
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er athafnatengd rannsókn sem vinnur að því að koma fram með tillögur til að auka starfsánægju og minnka starfsmannaveltu hjá hinu Íslenska Kalkþörungafélagi ehf. á Bíldudal. Í ritgerð þessari eru bornar saman fræðikenningar um málefnið, rannsóknir á gæðastjórnun og vaktavinnu skoðaðar og staða þessara mála skoðuð hjá þremur samanburðar fyrirtækjum auk kalkþörungafélagsins sjálfs. Niðurstöður skýrslunnar er að ýmislegt er hægt að gera til að ná settum markmiðum. Endurnýja þarf samkomulag og sálfræðilega samninginn við elstu starfsmenn félagsins og reyna að örva helgun þeirra í starfi svo að þeir dragi ekki úr og lágmarki helgun annarra starfsmanna. Bæta þarf samskiptaleiðir og tryggja að upplýsingar skili sér með markvissum hætti á milli starfsmanna. Byggja þarf undir og auka jákvætt viðhorf og hamingju á vinnustaðnum til að tryggja að gæðastjórnun skili sér í aukinni helgun starfsmanna. Leita þarf leiða til að breyta vaktakerfi þannig að neikvæð áhrif svefntruflana og matarræðis séu lágmörkuð og hvetja starfsmenn til að vera virkir í samfélaginu. Staðsetning fyrirtækissins og ýmis ytri ruðningsáhrif gera fyrirtækinu erfitt um vik að manna allar stöður á tilhlýðilegan máta og launaspenna er á atvinnusvæðinu. Því er mjög mikilvægt að fyrirtækið lagi og komi sem flestum innri málum í gott stand til að standa vel í samkeppninni um vinnuafl og stuðning samfélagsins. Í þessari ritgerð er bent á nokkrar leiðir sem gætu bætt stöðuna að þessu leiti.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð í tvö ár eftir útgáfu vegna trúnaðarupplýsinga.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Jm_Bsc.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing__Johann_Magnusson.pdf573.36 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð í tvö ár eftir útgáfu vegna trúnaðarupplýsinga.