is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26827

Titill: 
 • Er mögulegt að nýta óseljanlegar tímabilsvörur ÁTVR til óáfengrar matvælaframleiðslu?
 • Titill er á ensku Is it possible to produce non-alcoholic products from unsold seasonal beers, instead of wasting them?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Matarsóun er hugtak sem mikið hefur verið í umræðunni á síðustu misserum.
  Hugtakið snýr að mestu um sóun á nothæfum matvælum, en lítið hefur farið fyrir umræðunni um sóun á drykkjarvörum. Einn flokkur drykkjavara hefur þó komið til tals í umræðunni um sóun, og eru það hinir svokölluðu tímabilsbjórar, eða bjórar sem einungis eru seldir í vínbúðinni á sérstöku tímabili. Eftir að jólabjóra sölutímabilinu lauk 6. Janúar 2016 var það í fréttum að um 30 þúsund lítrum af jólabjór hefði verið
  fargað.
  En er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir þessa tegund sóunar? Það er helsta rannsóknarefni þessa verkefnis, ásamt því að gerð verður viðskiptaáætlun fyrir fyrirtæki sem gæti nýtt sér þessar óseljanlegu tímabilsvörur til framleiðslu á matvörum. Tekin verða viðtöl við aðila sem þykja geta varpað ljósi á rannsóknina, leitað verður heimilda og farið yfir efni tengt lögum og reglum er varða efnið.
  Skoðað verður hvað þarf til við stofnun matvælafyrirtækis, og drög að
  viðskiptaáætlun lögð fyrir fyrirtækið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mögulegt er að stofna fyrirtæki sem framleiðir matvöru úr óseldum tímabilsvörum. Rannsóknin leiddi ekki í ljós nein lög eða reglur sem hindra aðgang að vörunum. Að öllu leyti fellur reksturinn undir hefðbundin ákvæði um rekstur matvælafyrirtækja. Svarið við rannsóknarspurningunni er því að það er hægt.

 • Útdráttur er á ensku

  Food waste has been a big topic for conversation the last few semesters. The concept of food waste is explaned by the FAO as edible food that is being wasted, meaning that it ends up in the trash instead of being comsumed by people. One factor of food waste that seems to be a little left out, is the topic of beverage waste. Amongst all the reports and numbers on food waste available, the author only found two reports that mention the waste of beverages. In the icelandic conversation there has been some conversation on the topic of seasonal beers being wasted. After the end of christmasbeer selling season news coverage reported that 30 thousand liters of christmasbeer was disposed of. Food waste has a great environmental influence, both in over production of products not being consumed and the disposal of waste. But why is all that beer being disposed of? And is it possible to avoid this kind of waste in any way?
  This project explores the possibility of avoiding this kind of food waste, by producing non-alcoholic products from the seasonal beers, that else would go to waste and be disposed of. The author explores all the rules and regulation regarding the sale of alcoholic beverages and the rules and regulations on production of food. Also the project includes a sketch of a business plan for a company that will produce food products from the unsold seasonal beers.
  The results of the project show that this can be done, there are no apparent rules or regulations that prevent the creation of such a food-production company.

Samþykkt: 
 • 13.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EvaBjorkBenediktsdottir_BS_lokaverk.pdf967.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf15.5 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Eva_Bjork_Benediktsdottir.pdf64.68 kBLokaðurFylgiskjölPDF