is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2683

Titill: 
  • Síðasta stúlkan og Zaraþústra: Slægingarmyndir út frá heimspeki Nietzsche í Svo mælti Zaraþústra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég kynna slægingarmyndir (e.slasher film) ásamt
    kenningum úr bókinni Svo mælti Zaraþústra: Bók fyrir alla og engan eftir
    Friedrich Nietzsche. Markmið mitt er að greina slægingarmyndir og helstu
    persónur úr þeim og bera þær saman við þær heimspekikenningar sem
    Nietzsche setur fram í Svo mælti Zaraþústra. Þær kenningar sem kynntar verða
    úr Svo mælti Zaraþústra eru hugmyndin um ofurmennið, hinsta manninn, dauða
    guðs og tómhyggju. Slægingarmyndir eru undirgrein hryllingsmynda sem hafa
    ákveðna formgerð og innihalda sams konar persónur. Grímuklætt illmenni ræðst
    á hóp ungmenna úr sama vinahópi og myrðir þau eitt af öðru. Ein stúlka sem
    sker sig úr hópnum áttar sig á hættunni sem steðjar að og nær að yfirbuga
    illmennið. Hún er sú eina sem lifir árás illmennisins af og gengur undir nafninu
    síðasta stúlkan (e.final girl). Saga slægingarmynda er kynnt og helstu forverar
    greinarinnar eru greindir með tilliti til þeirra einkenna sem hjálpuðu til við að
    skapa greinina. Mikilvægustu myndir greinarinnar verða kynntar og sýnt verður
    fram á hvernig þær hjálpuðu til við að fullmóta formið með því að skapa
    greininni fastmótuð einkenni. Að lokum verður tekið dæmi um tvær kvikmyndir
    sem byggja á þeirri arfleið sem forverar þeirra sköpuðu. Lykilpersónur úr
    slægingarmyndum eru illmennið, síðasta stúlkan og vinir síðustu stúlkunnar. Ég
    mun greina þær persónur og leitast til við að lesa þær út frá þeim
    heimspekikenningum sem Nietzsche setur fram í Svo mælti Zaraþústra.

Samþykkt: 
  • 18.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Atli_Erlendsson_fixed.pdf280,1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna