is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26830

Titill: 
  • Iðnaðarfyrirtæki og þjónandi forysta
  • Titill er á ensku Industrial companies and servant leadership
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Iðnaðarfyrirtæki hafa lítið verið skoðuð hér á landi hvað varðar þjónandi forystu og því óplægður akur. Það er því mikilvægt að skoða þetta svið nánar til þess að efla þekkingarþróun um þjónandi forystu og til að víkka sjóndeildarhringinn. Þjónandi forysta einkennist af trausti og jafningjabrag, hógværð, hugrekki, umhyggju og aga. Vera jafn meðal jafningja og hugsa um hag heildarinnar. Jafningjabragur tengist hvað mest við niðurstöðurnar. Tilgangur ritgerðar er að koma af stað umræðu meðal stjórnenda iðnaðarfyrirtækjum um góða stjórnunarhætti sem þjónandi forysta er. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort þjónandi forysta sé til staðar í iðnaðarfyrirtækjum og ef svo er hvernig birtist hún. Það var gert með því að kanna viðhorf starfsmanna til næsta yfirmanns. Til að skoða þetta voru tekin djúpviðtöl við átta starfsmenn í iðnaðarfyrirtækjum víðsvegar um Ísland. Spurningarammi fyrir opnar spurningarnar var unnin út frá hugmyndum van Dierendonck um þjónandi forystu. Við greiningu gagna var notuð eigindleg aðferð og voru sjö þemu greind og tvö undirþemu. Niðurstöðurnar sýna að þjónandi forysta fyrir finnst í meðallagi í iðnaðarfyrirtækjum. Áhersluþættir sem viðmælendur lögðu áherslu á voru góður yfirmaður sem hefur slæman yfirmann sjálfur, að pýramídi eða skipurit fyrirtækisins væri að snúast við, samskipti og liðsheild, samskipti góð og slæm, líðan í starfi og stjórnandi en ekki liðtogi. Einnig voru áhersluþættirnir yfirmannshroki og keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er ljóst að sú þjónandi forysta sem er til staðar er notuð ómeðvitað í iðnaðarfyrirtækjum. Þjónandi forysta er ekki meðvituð og þar með ekki markmið hjá fyrirtækjunum að nota hana við stjórnun. Einnig gefa niðurstöður vísbendingar um viðmælendur eru almennt starfsánægðir í starfi þrátt fyrir mikið vinnuálag og stress. Hjá þeim viðmælendum sem lýstu ánægju í starfi var ánægja með yfirmann einnig til staðar sem gefur ákveðna vísbendingu um að þjónandi forysta og starfsánægja haldast í hendur í iðnaðarfyrirtækjum.

  • Útdráttur er á ensku

    Industrial companies have not been studied much in Iceland in regards to servant leadership and are therefore an unplowed field. It is therefore important to look at this field to empower knowledge development regarding servant leadership and to broaden the horizon. Servant leadership characterized of trust and equality between peers, modesty, courage, compassion and discipline. To be amongst equals and thinking about the benefit of the whole. Equality between peers links the most to the conclusions. The purpose of this study is to promote discussions among managers of industrial companies about good governance that servant leadership is. The objective of the study was to examine whether servant leadership is present in industrial companies and if so how it is displayed. This was done by finding out employees’ outlook to their next superior. To look at these eight deep interviews were taken to employees of industrial companies all over Iceland. Question frame for open questions was formed from Van Dierendonck ideas of servant leadership. The data analysis used qualitative method and there were seven themes identified and two subsection themes. Conclusions show that servant leadership is present in moderate way in industrial companies. The main focus of the interviewers was on a good superior that had a bad superior himself, that the pyramid or the organizational chart is turning upside down, communications and teamwork, good and bad communications, job satisfaction and a superior but not a leader. The focus has also on superiors’ arrogance and that the chain is not stronger than the weakest link. It is clear that the servant leadership present is used without knowledge in industrial companies. Servant leadership is not used consciously and its use in management is therefore not an active goal within the industrial companies. The conclusion also indicates that interviewers are generally satisfied in work despite high job pressure and stress. The interviewers that described job satisfaction also described being satisfied with their superior that indicates that servant leadership and job satisfaction is linked together in industrial companies.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_haust2016_Svanhvít_Pétursdóttir_2103824459.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf253.89 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SvanhvitPetursdottir.pdf92.14 kBLokaðurFylgiskjölPDF