is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26833

Titill: 
  • Bótaréttur manna vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
  • Titill er á ensku The legal right to compensation for those who have served unlawful police detention.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi, sem er lokaverkefni höfundar til BSc. gráðu í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst, er ætlað að skilgreina bótarétt þeirra manna sem setið hafa í gæsluvarðhaldi að ósekju á Íslandi. Til þess að unnt sé að skýra frá því, með fullnægjandi hætti, hvernig bótarétt í slíkum málum er almennt háttað er lögð sérstök áhersla á að túlka skilyrði skaðabótaréttar um bætur vegna setu í gæsluvarðhaldi að ósekju sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála með hliðsjón af réttarframkvæmd dómstóla.
    Í ritgerðinni er horft til íslenskrar réttarsögu sem þýðingu hefur fyrir viðfangsefnið og leitast við að sýna fram á þá þróun sem átt hefur sér stað hvað varðar bótarétt manna vegna gæsluvarðhaldssetu að ósekju allt frá þjóðveldisöld til núgildandi laga. Er þá einnig horft til norrænna réttarheimilda til samanburðar við íslenskan rétt í þessu sambandi.
    Helstu niðurstöður voru að skilyrði bótaréttar í framangreindum tilvikum kveða á um að maður eigi rétt til bóta hafi hann setið í gæsluvarðhaldi en mál gegn honum hafi leitt til sýknu eða verið fellt niður, án þess þó að hann hafi verið talinn ósakhæfur. Taka verði hins vegar tillit til eigin sakar manns á því tjóni sem hann reisir kröfu sína á. Þannig getur háttsemi sem stuðlar að grunsemdum lögreglu, og réttilega leiðir til þvingunaraðgerða, skert eða fellt niður bótarétt manna í þessu sambandi. Það kemur svo í hlut tjónþola að sýna fram á það tjón sem hann hefur orðið fyrir vegna þeirra ólögmætu þvingunarúrræða sem hann var beittur. Þannig má sjá að vinnutap, embættismissir, álitshnekkir eða andlegur miski o.fl. eru allt þættir sem dómstólar horfa til við mat á hæfilegri bótafjárhæð.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HroarBjornsson_BS_lokaverk.pdf804.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Thorkell_Hroar_Bjornsson.pdf112.86 kBLokaðurFylgiskjölPDF