is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26835

Titill: 
  • Kauphegðun og matarsóun : hefur kauphegðun neytenda áhrif á matarsóun?
  • Titill er á ensku Customer behaviour and food waste
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Matarsóun og afleiðingar hennar á umhverfið er eitthvað sem allir ættu að huga að. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort að kauphegðun neytenda hafi áhrif á matarsóun. Í upphafi rannsóknarinnar var byrjað á því að skoða fræðilegan hluta matarsóunar og kauphegðunar. Forrannsókn var því næst framkvæmd í formi viðtala og viðhorfskönnunar. Megin niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kauphegðun neytenda hefur töluverð áhrif á matarsóun. Þrátt fyrir það virðist sem að áhyggjur af matarsóun séu ofarlega í huga flestra þátttakenda. Helsta ástæðan fyrir því að fólk taldi erfitt að draga úr matarsóun á heimilum sínum var að þeim fannst erfitt að skipuleggja matseðil og/eða innkaupalista fram í tímann. Það sem hafði hvað mest áhrif á kauphegðun neytenda við innkaup matvara voru venjur. Að kaupa eftir vana getur leitt til þess að keypt er of mikið eða að keypt er vara sem er nú þegar til. Helsta ástæðan fyrir því að fólk henti mat var sú að skemmdir voru í matnum eða gæði hans ónóg, en einnig vegna þess að maturinn var kominn fram yfir best fyrir dagsetningu eða síðasta neysludag. Vitundarvakning neytenda á notkunarmöguleikum matvara sem eru á síðasta snúning má ætla að sé takmörkuð þar sem mikill hluti þátttakenda sagðist ekki kaupa mat sem er að nálgast síðasta söludag og er á afslætti ef kostur er. Neytendur voru almennt of kröfuharðir þegar kom að útliti matvara og völdu oftast það sem leit best út. Almennt fannst þátttakendum matvörubúðir á Íslandi ekki vera að standa sig nógu vel í því að sporna gegn matarsóun.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErnaSHannesdottir_BS_Lokaverk-6.pdf2.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_ErnaSHannesdottir.pdf109.78 kBLokaðurFylgiskjölPDF