Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26837
Alþingi er oftar en ekki á milli tannanna á fólki, enda virðast flestir hafa skoðanir á því sem
fer fram innan veggja stofnunarinnar. Í því samhengi eru hugtök á borð við íhaldssemi,
skipulagsleysi, sóun og annað nefnt til sögunnar. Það er því áhugavert að bera saman það
vinnufyrirkomulag sem fer þar fram við hugmyndafræði straumlínustjórnunar. Engar
rannsóknir virðast liggja fyrir hér á landi sem fjalla um það efni, þ.e.a.s. þar sem
straumlínustjórnun og Alþingi eru borin saman, en nokkuð er um erlendar rannsóknir og
greinar, sem sýna kosti þess að nýta straumlínustjórnun innan ríkisstofnanna til að ná fram
betri framleiðni, einfalda verklag og minnka sóun. Straumlínustjórnun, lykilhugtök og þættir
innan hugmyndafræðinnar eru því lagðar til grundvallar að rannsókninni til að bera saman við
niðurstöður viðtala við viðmælendur. En sú aðferðafræði er notuð til að fá innsýn í
vinnuumhverfið út frá sjónarmiðum, tilfinningum og reynslu viðmælenda. Viðtölin voru svo
greind og kóðuð í fimm meginþemu : 1) Tímastjórnun og sóun, þar er vísað í tímastjórnun og
túlkun viðmælenda á sóun. 2) Skipulag, skilvirkni og yfirsýn , þar er vísað í það hvernig
viðmælendur lýsa skipulagi á vinnu og vinnufyrirkomulagi, ásamt ýmsum þáttum sem koma
þar að. 3) Íhaldssemi, hefðir og pólitík, þar er vísað í það hvernig þessir þættir hafa áhrif á
breytingar og þróun. 4) Breytingar í vinnuumhverfi, þar er vísað til breytinga í
vinnuumhverfinu, hverju viðmælendur telja að þurfi að breyta, hverju hefur verið breytt og
hvað standi í vegi fyrir breytingum. 5) Flæði upplýsinga og gagna, þar er vísað í flæði á
vinnustaðnum, á vinnu, gögnum og upplýsingum.
Niðurstöður koma kannski ekki á óvart, þar sem margt virðist ábótavant, töluvert er um
sóun á tíma, mannauði og þ.a.l. peningum. Þörf er á meira skipulagi og meira
upplýsingaflæði, svo að hægt sé að horfa til framtíðar og taka upplýstar ákvarðanir í
mikilvægum málum. Skilvirkari vinnubrögð skapa betra vinnuumhverfi, meiri framleiðni og
minni sóun. Niðurstöður rannsóknarinnar, eru því nokkuð samhljóma þeim rannsóknum sem
lagðar eru til grundvallar, enda myndi hugmyndafræði á borð við straumlínustjórnun nýtast
vel til að ná fram ofangreindum markmiðum.
Ljóst er að verkfærin eru til staðar, því vantar bara vilja til að nota þau. Mikil þekking og
auður býr í starfsfólki Alþingis og þingmönnum til að ná fram betra skipulagi og minnka
sóun, með því að straumlínulaga vinnuferla og bæta skipulag og skilvirkni.
Straumlínustjórnun myndi því nýtast vel sem sameiginlegur grundvöllur til að ná þessum
markmiðum.
Alþingi or the parliament is an institution that almost everyone has an opinion on, especially
what happens on the inside and how things are done there. In that context, terms such as
conservatism, organization and waste comes to mind. It´s interesting to compare working
arrangements, which have been carried out with a philosophy such as Lean. No studies seem
to be available in Iceland about the subject, but some foreign studies and articles, which show
the benefits of utilizing Lean within parliaments/government to achieve better productivity,
simplify procedures and reduce waste. Lean, its key concepts and elements are the basis for
this study to compare the results of interviews.
Interviews are the main methodology used to gain insight into the working environment,
based on the views, emotions and experience of the participants. The interviews where
analyzed and coded into five main themes: 1) Time management and waste, how the
participants manage their work and how they define waste. 2) Organize, efficiency and
prospect, how the participants organize their work and workhours, efficiency in their work
and their prospects. 3) Conservatism, tradition and politics, how these factors influence
changes and development. 4) Changes in the work environment, how changes are made now,
what needs to be changed and what hinders changes. 5) The flow of information and data,
how the flow really is in the workplace and how data and information flows between stations.
The results aren’t that surprising, since many things are problematic, there´s a considerable
amount of waste, especially when it comes to time management, human resources and
therefore money. There needs to be more flow within the workplace, especially when it comes
to information sharing and structures. This is needed so it’s possible to look to the future,
make better and more informed decisions about important issues. Efficient work guidance to
create better working environment, with higher productivity. The result of this study are
somewhat similar to the result of the foreign study’s used as a basis, that philosophy such as
Lean would be useful to achieve the goals mentioned above.
It’s clear that the tools are there, they only need to be used. Extensive knowledge and
precious staff and the members of the parliament, can be used to achieve a better, organized
and more efficient workplace and make the processes more streamlined. Lean would therefore
be useful as a common ground and a tool to achieve these goals.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JonValurEinarsson_BS_Lokaverkefni.pdf | 899.5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |