Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26838
Tilgangur þessarar rannsóknar er að mæla hvernig vinnustaðamenningin hjá Nóa Síríusi er samkvæmt mælitæki Daniel Denison (1984) Denison Organizational Culture Survey og meta styrkleika og veikleika hennar. Vinnustaðamenning er margslungið hugtak sem margir fræðimenn hafa komið fram með mismunandi skilgreiningar á. Allir eru þeir þó sammála um að tengsl séu á milli vinnustaðamenningar og árangurs fyrirtækja og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á það. Rannsóknin er megindleg og var framkvæmd með þeim hætti að spurningalisti Denison var lagður fyrir úrtak starfsfólks og stjórnenda. Niðurstöður sýndu fram á að vinnustaðamenningin væri nokkuð sterk innan fyrirtækisins. Ein menningarvídd, Þátttaka og aðild mældist á styrkleikabili og hinar þrjár á starfhæfu bili. Einungis ein undirvídd, Samhæfing og samþætting mældist á aðgerðabili. Helstu styrkleikar vinnustaðamenningarinnar hjá Nóa Síríusi felast í skýrri og markvissri stefnu, miklum vilja starfsfólks til samstarfs og teymisvinnu og frelsi starfsfólks til athafna. Helstu veikleikar vinnustaðamenningarinnar felast í innleiðingu stefnu og markmiða og skorti á sameiginlegri sýn. Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist fyrirtækinu við að styrkja þá þætti vinnustaðamenningar sem þurfa þykir til að auka árangur fyrirtækisins
Lykilorð: Vinnustaðamenning, Fyrirtækjamenning, Denison spurningalistinn,Viðskiptafræði
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MagnusBollason_BS_lokaverk.pdf | 2,07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Ritgerðin er lokuð vegna viðkvæmra upplýsinga.