is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26840

Titill: 
 • Áhrif endurgjafar: Rannsókn áhrifaþátta á ánægju starfsfólks Íslandsbanka með frammistöðusamtöl árið 2015
 • Titill er á ensku The power of feedback: Research on Íslandsbanki´s employee satisfaction regarding performance review in 2015
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með auknum þroska mannauðsstjórnunar undanfarna áratugi og skýrari sýn á hversu mikilvægt það er að laða að og halda í rétta mannauðinn hefur það orðið hluti af rekstrinum að mæla frammistöðu starfsmanna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun starfsmanna Íslandsbanka með frammistöðusamtölin árið 2015 og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á upplifun. Einnig var rannsakað hvort tengsl væru á milli endurgjafar og almennrar starfsánægju og hvort það væri munur á ánægju með frammistöðusamtal með tilliti til staðsetningar eða milli sviða innan bankans. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að tengsl eru milli starfsánægju, frammistöðumats og endurgjafar ásamt því að starfsmenn telja frammistöðumat nýtast sér í starfi. Spurningakönnun var lögð fyrir alla starfsmenn Íslandsbanka og var hluti af vinnustaðagreiningu bankans sem framkvæmd er árlega. Af 940 starfsmönnum svöruðu 884 starfsmenn vinnustaðagreiningunni og 704 af þeim fóru í frammistöðusamtal á árinu. Niðurstöður gefa til kynna að starfsmenn séu almennt ánægðir með frammistöðusamtölin og uppbyggingu þeirra en kalla eftir frekari endurgjöf og eftirfylgni ásamt meiri áherslu á markmið. Þegar niðurstöður eru skoðaðar út frá staðsetningu þá má sjá mun á ánægju með frammistöðusamtalið og það sama á við um þegar svið bankans eru borin saman. Jákvæð fylgni mælist milli starfsánægju og endurgjafar og ánægju með frammistöðusamtal. Ætla má að alhæfa megi niðurstöður að einhverju leyti yfir á þýðið.
  Lykilorð: frammistöðumat, endurgjöf, starfsánægja, frammistaða, mannauðsstjórnun

 • Útdráttur er á ensku

  With an increased volume of Human Resource Management in the last decade and a clearer view of how important it is to attract and maintain the right resources, it has been a part of companies structure to measure the employees performance. The purpose of this research was to shed light on how Íslandsbanki employees feel about the company´s performance review in the year 2015 and which parts of that interview had an impact on them. It was also researched if there is a correlation between feedback and general job satisfaction and if there was a difference between positive reactions with the performance review based on location or between divisions within the bank. Previous research has shown that there is correlation between job satisfaction, performance review and feedback, as well as employees believing that a performance review is useful for them in their work. All Íslandsbanki employees had to answer a questionnaire as a part of the banks annual review of employee satisfaction. Out of 940 employees, 884 of them answered the questionnaire and 704 of them had a performance review that year. The conclusion of the research shows that employees are mostly happy with the performance reviews and the structure of it but want more feedback, follow up and more emphasis on goals. When looking at the results, there is a difference in happiness with the review, between locations and also in divisions within the bank. There is a correlation between job satisfaction and feedback and happiness with performance reviews. Conclusions can be generalized up to a certain point for the population.
  Keywords: performance appraisal, feedback, job satisfaction, performance, human resource management

Samþykkt: 
 • 13.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DagnyEyjolfsdottir_MS_lokaverk.pdf1.05 MBLokaður til...03.05.2066HeildartextiPDF

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð vegna viðkvæmra upplýsinga.