Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26852
TappApp er lokaverkefni grunnnáms í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, unnið í samstarfi við Ölgerðina Egill Skallagrímsson.
Afurðin er app fyrir Android spjaldtölvur sem tekur við skráningum upplýsinga úr framleiðslusölum Ölgerðarinnar og sendir yfir í ERP kerfi Ölgerðarinnar. Auk þess geta notendur skráð athugasemdir og tekið ljósmyndir og bætt við skýrsluna. Tenging appsins við ERP kerfið fer í báðar áttir og getur appið sótt upplýsingar um viðkomandi afurð sem
er í framleiðslu. Helstu markmið verkefnisins eru:
● Búa til Android app sem heldur utan um skráningar úr framleiðslusal.
● Flýta fyrir og einfalda skráningar í framleiðslusal.
● Minnka líkur á misskráningu.
● Auka rekjanleika skráninga starfsmanna.
● Tæknivæða framleiðslusali Ölgerðarinnar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
TappApp lokaverkefni í tölvunarfræði fyrir Ölgerðina haust 2016.pdf | 1,47 MB | Open | Heildartexti | View/Open |