is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2686

Titill: 
  • Tvítyngi heyrandi og heyrnarlausra barna: Hvernig er stutt við máltöku tvítyngdra barna á tveimur leikskólum í Reykjavík?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um máltöku tvítyngdra barna, sem annars vegar eru tvítyngd á íslensku og erlent mál og hins vegar á íslensku og íslenskt táknmál. Tvítyngi (e. bilingualism) hefur verið skilgreint á marga ólíka vegu og er í ritgerðinni gengið út frá þeirri skilgreiningu að þeir séu tvítyngdir sem hafa lært tvö tungumál jöfnum höndum í uppvexti, helst fyrir fjögurra til sex ára aldurinn. Það er mikilvægt að einstaklingur noti bæði tungumálin reglulega til að um virkt tvítyngi sé að ræða. Mál barna er reglubundið frá upphafi og hvert stig málþroskans hefur sínar eigin reglur. Eftir því sem börn ganga í gegnum fleiri stig færast þau nær máli fullorðinna. Þó að heyrandi og heyrnarlaus börn gangi í gegnum svipuð stig í máltökunni þá er uppbygging raddmáls og táknmáls ólík. Kostir tvítyngis eru ótvíræðir en með tvítyngi fá börn m.a. innsýn í tvo menningarheima, öðlast fjölþætta hugsun og þroskaða málvitund. Einnig hefur komið í ljós að málkunnátta tvítyngdra er heldur meiri en málkunnátta eintyngdra þegar heildarkunnátta á báðum málunum er lögð til grundvallar.
    Það er lítið talað um tvítyngi í aðalnámskrá leikskóla og er víða unnið gott starf með tvítyngdum börnum á leikskólum í Reykjavík. Á leikskólanum Vesturborg og leikskólanum Sólborg dvelja mörg tvítyngd börn. Þó að leikskólarnir séu um margt líkir þá er tvítyngi barnanna ólíkt. Á Vesturborg hafa öll tvítyngdu börnin raddmál að móðurmáli en á Sólborg er stór hluti tvítyngdu barnanna með raddmál og táknmál að móðurmáli. Leikskólinn Sólborg hefur þó mikið forskot á leikskólann Vesturborg vegna þess að á Sólborg starfa bæði heyrandi og heyrnarlausir starfsmenn. Þannig er ekki bara stutt við móðurmál á heimilum barnanna sem dvelja á Sólborg heldur líka í skólanum. Þetta skiptir sköpum hve vel tvítyngdum börnum gengur á Sólborg. Á báðum leikskólunum er lögð áhersla á örvun og hvatningu í eðlilegu, afslöppuðu umhverfi. Starfsmenn leikskólanna gera sér grein fyrir að grundvallaratriði í málörvuninni er að styðja vel við málþroska í móðurmálinu á meðan máltaka í öðru máli á sér stað. Á Vesturborg er aðeins einn starfsmaður sem ber hitann og þungann af starfinu með tvítyngdu börnunum en á Sólborg er þjónusta við tvítyngd börn hluti af hugmyndafræði skólans og allt skólastarfið tekur mið af því.

Samþykkt: 
  • 18.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endanleg_BA_ritgerd_fixed.pdf320.26 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Endanleg_Forsida_BA_ritgerd_fixed.pdf30.8 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Endanleg_Titilsida_BA_ritgerd_fixed.pdf7.94 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna