is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26865

Titill: 
  • Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á úrræðið Eftirfylgni í Hordaland í Noregi og fá innsýn í reynslu og upplifun ráðgjafa og ráðþega af úrræðinu. Rannsóknin byggir á viðtölum við fjóra ráðgjafa og yfirmann Eftirfylgni. Einnig voru tekin viðtöl við sex ungmenni á aldrinum 18-21 árs sem voru ráðþegar Eftirfylgni. Niðurstöður sýndu að innan Eftirfylgni er ákveðið vinnulag viðhaft til að nálgast ráðþega og vilji þeir aðstoð er hún veitt. Nokkur úrræði standa ráðþegum til boða og reynt er að finna hentugt úrræði. Ráðgjöfum bar saman um að skólakerfið ætti að hlúa betur að nemendum í vanda og að snemmtæk íhlutun inn í líf ráðþega skilaði góðum árangri. Þeir lögðu áherslu á að ráðgjöfin byggði á umhyggju og festu. Ráðþegarnir voru allir brotthvarfsnemendur, en voru komnir í framhaldsskóla eða önnur úrræði sem Eftirfylgni hafði haft milligöngu um. Viðhorf nemendanna til ráðgjafa Eftirfylgni einkenndust af virðingu og þakklæti og þeir virtust finna í ráðgjöfunum fullorðinn einstakling sem gott var að leita til. Framtíðarsýn flestra ráðþeganna var að ljúka framhaldsskóla, en það var að þeirra mati lykillinn að vinnumarkaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta komið að gagni við að koma á fót eftirfylgni við íslensk ungmenni, sem yrði nýjung á sviði náms- og starfsráðgjafar.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eftirfylgni með 16-21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf292.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF