is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26866

Titill: 
  • Þörf ungmenna fyrir náms- og starfsráðgjöf: Tengsl við stuðning foreldra, afstöðu til náms og námsvals
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða tengsl milli stuðnings foreldra við nám barna þeirra, hvort ungmennum líkaði betur við verklegt eða bóklegt nám í grunnskóla og hvort þau eru í bók- eða starfsnámi eða á almennri braut við annars vegar vissu þeirra um námsval sitt í framhaldsskóla og hins vegar þörf þeirra fyrir ráðgjöf. Könnunin var lögð fyrir árið 2007 og voru þátttakendur alls 1803 framhaldsskólanemendur á 16. og 17. aldursári. Niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar benda til þess að ungmenni sem við upphaf framhaldsskólanáms finna fyrir stuðningi foreldra við nám sitt og telja samræmi á milli áherslu foreldra sinna og eigin áherslu á að ljúka stúdentsprófi séu vissari um námsval sitt og hafi minni þörf fyrir ráðgjöf. Jafnframt kom fram að þau sem líkaði betur bóklegt nám eða álíka vel við bóklegt og verklegt nám í grunnskóla og sem eru í starfsnámi eru vissari um námsval sitt í framhaldsskóla og hafi minni þörf fyrir ráðgjöf. Átti þetta við að teknu tilliti til kyns, aldurs og menntunar foreldra.

Samþykkt: 
  • 14.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Ósk Þorvarðardóttir.pdf672.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf699.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF