is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26870

Titill: 
  • Réttaráhrif sem fylgja skiptri búsetu barns
  • Titill er á ensku The legal effect of having two homes
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er á sviði barnaréttar og fjallar um eins og nafnið gefur til kynna réttaráhrif skiptrar búsetu barna sem búa á tveimur heimilum. Tilgangurinn er að rannsaka þau réttaráhrif sem fylgja lögheimilisskráningu og ef heimilt væri samkvæmt lögum að barn gæti haft skipta búsetu.
    Árið 2006 var sameiginleg forsjá gerð að meginreglu í íslenskri barnalöggjöf og foreldrar þurfa að taka ákvörðun um hvar barnið hafi lögheimili Í kjölfarið hefur það aukist mikið að börn dvelji jafn mikið hjá báðum foreldrum. Við það hefur skapast mikill aðstöðumunur á milli lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Opinber stuðningur eins og barnabætur og húsaleigubætur fara til lögheimilisforeldris og stuðningur og þjónusta á vegum sveitarfélaga. Út frá því er skoðað hvort foreldrar standi jafnir fyrir lögum.
    Meginniðurstaða ritgerðarinnar var sú að foreldrum sé mismunað út frá lögheimilisskráningu barnsins. Ef skipt búseta barns á tveimur heimilum yrði tekin upp í lögum þyrfti að fara í ýmsar breytingar á öðrum lögum til þess að minnka þann aðstöðumun sem foreldrar búa við. Þá er mikilvægt að gerðar verði breytingar á ákvæðum barnalaga um framfærslu í takt við þær samfélagslegu breytingar sem hafa orðið í þá átt að tekið verði mið af framfærslu barnsins og tekjum foreldra eða aflahæfis þeirra.

Samþykkt: 
  • 14.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð lokaútgáfa.pdf724.15 kBLokaður til...01.12.2027HeildartextiPDF
Yfirlysing_Dagbjort_Gunnarsdottir.pdf67.65 kBLokaðurFylgiskjölPDF