is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26873

Titill: 
  • Tengsl hegðunarvanda barna við óreiðustig á heimilum þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrri rannsóknir sýna að börn með hegðunarvanda, búa almennt á heimilum þar sem minna er um rútínur (e. routines), og skipulag og óreiða (e. chaos) er meiri. Tilgáta þessarar rannsóknar er því sú, að það sé marktækur munur á óreiðustigi á heimilum þeirra barna sem teljast vera með hegðunarvanda samkvæmt Spurningar um styrk og vanda listanum, og þeirra sem teljast ekki vera með vanda. Talið er að þau börn sem eru með hegðunarvanda búi við meiri óreiðu á heimilum sínum. Notast var við The Confusion, Hubbub and Order Scale til þess að mæla stig óreiðu. Úrtakið voru leikskólabörn á aldrinum fjögurra til sex ára. Var þeim skipt í tvo hópa eftir því hvort þau teldust vera með hegðunarvanda eða ekki. Reiknað var út meðal óreiðustig fyrir báða hópa fyrir sig og athugað hvort marktækur munur væri þar á milli. Tilgátan stóðst, munurinn reyndist marktækur en hann var lítill. Einnig var skýrihlutfallið á milli mælinganna lágt, um 7%. Þó fundust tengsl milli óreiðu og hegðunarvanda, og hafa aðrir rannsakendur fundið enn sterkari tengsl. Gott aðhald og minni óreiða ættu því að vera hjálpleg, ásamt öðrum meðferðum við hegðunarvanda.

Samþykkt: 
  • 14.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð Björg Hákonardóttir.pdf720.93 kBLokaður til...18.02.2027HeildartextiPDF
16763472_10210443717983356_19519929_o.jpg175.17 kBLokaðurYfirlýsingJPG